Vegna mikillar úrkomu fer skólp tíma­bundið í sjó frá dælu­stöðvum fráveitu

.

Skólp fer tímabundið í sjó frá dælustöðvum fráveitu við Skeljanes og Gufunes

Uppfært 7.2. kl. 13:30: Neyðarlúgur í Skeljanesi og í Gufunesi eru opnar.

Uppfært 7.2. kl. 11:00: Neyðarlúga í Skeljanesi er lokuð. Neyðarlúga í Gufunesi enn opin.

Uppfært 5.2. kl 16:00: Neyðarlúgur í Skeljanesi og Gufunesi eru opnar.

Uppfært 5.2. kl. 08:30: Neyðarlúga í Skeljanesi lokaðist um hádegi í gær.

Uppfært 4.2. kl. 10.30: Neyðarlúga í Skeljanesi er opin, en í Gufunesi lokaðist hún í morgun. Veitur munu ganga strendur í nágrenninu um leið og veður leyfir.
Vindáttin er fremur óhagstæð í dag og gera má ráð fyrir að afleiðingar af neyðarlúguopnun sjáist við strendur.
Vegna mikillar úrkomu og hárrar sjávarstöðu fer óhreinsað skólp tímabundið í sjó frá dælustöðvum við Skeljanes og Gufunes.
Sjá staðsetningar á meðfylgjandi myndum.

Fólki er bent á að halda sig frá sjónum og ströndinni þar sem skólp fer í sjó.

Veitur munu fylgjast með ströndinni og hreinsa eftir þörfum.

Neyðarlúgur fráveitu eru til þess gerðar að skólp flæði ekki inn í híbýli fólks ef dælustöðvar bila eða stöðvast.

Spurt og svarað um fráveitu

Gufunes

Hvernig getum við aðstoðað þig?