.
Heitavatnslaust er vegna bilunar
Uppfært: Búið er að hleypa heitu vatni aftur á lang stærstum hluta en vinna stendur enn yfir á svæðinu í kringum Austurbrún.
Uppfært: Heitavatnslokunin teygir sig suður að Suðurlandsbraut.
Uppfært: Umfang áhrifasvæðis lokunar stækkar, við bætist svæði sem teygir sig að Sæbraut á vestanverðu Laugarnesi. Einhverjir viðskiptavinir munu finna fyrir minni þrýsting á heitu vatni. Uppfært verður á síðunni eftir því sem fram vindur.
Vegna bilunar er heitavatnslaust við Vesturbrún, Læki og nágrenni 08 ágúst frá 13:00.
Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.