Heita­vatns­laust á afmörkuðu svæði í vest­ur­hluta Kópa­vogs

.

Information in English below

Heitavatnslaust verður við Kópavogsbraut 1 (Sunnuhlíð), Borgarholtsbraut 17 (Kópavogslaug) og Vesturvör 44-48 (Sky Lagoon) þann 2. September kl. 04.00-19.00.

Þá verður fyrri hluti af endurnýjaðri Kársnesæð tengd við kerfið. Með góðum undirbúningi er hægt að takmarka heitavatnsleysið við ofangreinda staði og önnur hús á Kársnesinu verða áfram með heitt vatn.
Þennan dag má gera ráð fyrir minni þrýstingi í Hamraborg og næsta nágrenni á meðan lögnin er tengd. Sjá nánar á korti þar sem þrýstingsfall getur orðið.

Ástæðan fyrir svo langri lokun er að lögnin sem verið er að tengja við kerfið er stór og flytur mikið vatn. Kerfið þarf að tæma af mjög heitu vatninu áður en hægt er að vinna við tengingu á nýrri lögn. Tengingarnar eru vandasamar og miklu máli skiptir að það sé gert rétt og vel til að lögnin endist næstu áratugina.

--------------------------------------------
There will be no hot water at Kópavogsbraut 1 (Sunnuhlíð), Borgarholtsbraut 17 (Kópavogslaug), and Vesturvör 44-48 (Sky Lagoon) on September 2 from 04:00–19:00.

At that time, the first section of the renewed Kársnes main pipeline will be connected to the system. With good preparation, the hot water outage can be limited to the above locations, and other buildings in Kársnes will continue to have hot water.
On this day, reduced pressure can be expected in Hamraborg and the surrounding area while the pipeline is being connected. See the map for more details on where a pressure drop may occur.

The reason for the long shutdown is that the pipeline being connected to the system is large and carries a significant amount of water. The system must be drained of very hot water before work on the new connection can begin. The connections are complex, and it is crucial that the work is done properly to ensure the pipeline lasts for the coming decades.

MInni þrýstingur á heitu vatni er líklegur á svæðinu á neðra kortinu // Reduced hot water pressure can be expected in the area on the map below

Hvernig getum við aðstoðað þig?