Vegna próf­unar á búnaði fer skólp í sjó frá dælu­stöðvum við Skeljanes og Faxa­skjól

- .

Skólp fer í sjó frá dælustöð.

Vegna nauðsynlegra prófana á búnaði í dælustöðvum við Skeljanes og Faxaskjól fer skólp í sjó um neyðarlúgur í örstuttan tíma á meðan prófun stendur. Ekki er hægt að segja nákvæmlega klukkan hvað neyðarlúgur opnast, en það er innan tímans sem uppgefinn er og þeim verður lokað jafnharðan aftur. Gert er ráð fyrir að losun verði óveruleg.

9. maí kl. 10-15: Dælustöðin við Skeljanes

10. maí kl. 10-15: Dælustöðin við Faxaskjól

Þegar neyðarlúgur opnast fer óhreinsað skólp í sjóinn við dælustöðina og bendum við sjósundsfólki sérstaklega á það. Neyðarlúgur skólpdælustöðva eru til þess gerðar að skólp flæði ekki inn í híbýli fólks ef dælustöð stöðvast eða bilar.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Spurt og svarað um fráveitu

Hvernig getum við aðstoðað þig?