.
Skólp fer í sjó frá dælustöð.
Vegna áríðandi viðgerðar fer skólp í sjó frá dælustöðinni við Ingólfsstræti og um yfirföll frá Snorrabraut, Katrínartúni og Kringlumýrarbraut þann 7. júní frá kl. 8.30 til 16.00.
Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.
Neyðarlúgur fráveitu eru til þess gerðar að skólp flæði ekki inn í híbýli fólks ef dælustöðvar bila eða stöðvast.