Aukið grugg í Grábrók­arveitu vegna úrkomu

- .

Í varúðarskyni er viðkvæmum notendum bent á að sjóða drykkjarvatn

English below

Uppfært 15.7.2024: Á sunnudagsmorgun var grugg í vatni frá vatnsbólinu Grábrókarhrauni aftur komið innan eðlilegra marka. Hins vegar getur tekið allt að 3 daga fyrir vatnið að skolast út úr kerfinu neðst á svæðinu og gilda tilmæli til viðkvæmra notenda því fram á miðvikudagsmorgun.

Uppfært 14.7.2024 kl. 19: Grugg berst ekki lengur inn á kerfið, en það getur tekið einhvern tíma fyrir allar lagnir að hreinsast.


Vegna mikillar úrkomu á Vesturlandi hefur grugg í vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni aukist. Svona aukning getur minnkað vatnsgæði. Í varúðarskyni er viðkvæmum neytendum bent á að sjóða neysluvatn til drykkjar en óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa. Vatnið er gegnumlýst til að koma í veg fyrir óæskilegar örverur en virkni lýsingar getur minnkað við aukið grugg.

Vatnsbólið þjónar Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Borgarnes fær vatn frá Seleyri og Hafnarfjalli og ná tilmælin því ekki til íbúa og fyrirtækja í Borgarnesi.

Til að tryggja brunavarnir er ekki unnt að taka vatnsbólið úr rekstri.

Viðkvæmir hópar geta verið :
-Eldra fólk
- Fólk með veikt ónæmiskerfi.
- Ung börn

Hvernig á að sjóða vatnið?
Vatnið þarf að bullsjóða, það þýðir að sjóða í a.m.k. 1 mínútu. Hraðsuðukatlar bullsjóða vatn, en ef örbylgjuofn er notaður þarf að tryggja að vatnið sjóði almennilega. Athugið að þetta á einungis við viðkvæma neytendur.


----------------------------

Updated July 15, 2024: On Sunday morning, the water from the Grábrókarhraun returned to normal levels. However, it may take up to three days for the water to clear out completely from the system in the lower parts of the area. Therefore, the advice for sensitive groups remains in effect until Wednesday morning.

Updated July 14, 2024, 7 PM: The water entering the system is not cloudy anymore, but it may take some time for all the pipes to be fully cleared.

Due to heavy rain in West Iceland, the water in Veitur's source in Grábrókarhraun has become cloudy. This can reduce water quality. As a precaution, sensitive people should boil drinking water. It is safe to use the water for other purposes. The water is treated with light to kill harmful microorganisms, but this treatment is less effective when the water is cloudy.

The water source serves Bifröst and Varmaland, as well as many summer houses and some farms in Borgarfjörður. Borgarnes gets water from Seleyri and Hafnarfjall, so this advice does not apply to people in Borgarnes.

To ensure fire safety, the water source cannot be shut down.

Sensitive groups include:
Elderly people
People with weak immune systems
Young children

How to boil the water:
Boil the water until it bubbles for at least 1 minute. Electric kettles do this, but if using a microwave, make sure the water boils properly. This advice only applies to sensitive people.

Hvernig getum við aðstoðað þig?