Heitt vatn komið á að nýju í Hafnar­firði og Garðabæ

- .

Heitavatnslaust verður í öllum Hafnarfirði og litlum hluta Garðabæjar frá kl. 22.00 þann 21. ágúst til kl. 10.00 að morgni 23. ágúst.

English below

Uppfært kl. 13.25: Lekar hafa komið upp í hitaveitukerfinu á nokkrum stöðum í Hafnarfirði og unnið er að viðgerð á þeim. Á meðan getur verið að húsnæði í næsta nágrenni séu heitavatnslaus. Það er tímabundið á meðan viðgerð stendur.

Þegar vatni er hleypt aftur á viðamikið lagnakerfi eftir lokun er eðlilegt að lekar geti komið upp. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að tilkynna það svo hægt sé að bregðast við sem fyrst.

Uppfært kl. 7.40: Nú er heita vatnið komið á allt kerfið og öll ættu að hafa fengið fullan þrýsting á vatnið.

Ný stofnæð hitaveitu fyrir Hafnarfjörð hefur verið tekin í notkun.

Uppfært kl. 18.05, 22.8.2023: Við höfum byrjað að hleypa heita vatninu á kerfið í Norðurbæ, Setbergi og miðbæ í Hafnarfirði sem og í Garðabæ. Það gerist hægt og rólega og getur tekið nokkrar klukkustundir að ná upp þrýstingi á vatninu.
Í öðrum bæjarhlutum verður byrjað að hleypa heita vatninu á kerfið í nótt.

Mikilvægt er að íbúar hafi skrúfað fyrir krana til að koma í veg fyrir slys og tjón þegar vatnið kemur á aftur.

Tímaáætlun hefur haldist vel til þessa og við vonumst til að öll séu komin með heitt vatn á auglýstum tíma kl. 10 í fyrramálið.

------

Vegna tengingar á nýrri heitavatnslögn verður heitavatnslaust í öllum Hafnarfirði og litlum hluta Garðabæjar frá kl. 22.00 mánudaginn 21. ágúst til kl. 10.00 miðvikudaginn 23. ágúst. Sjá nánar á korti.

Við skiljum vel að það komi sér illa fyrir íbúa og fyrirtæki að vera án heits vatns og höfum þess vegna skipulagt lokunina á þeim tíma þegar minnst notkun er á heitu vatni. Endurnýjun stofnlagna er stórt og tímafrekt verk en við munum kappkosta við að vinna það hratt og örugglega.

Lokunin tengist framkvæmdum við Álfaskeið og Sólvangsveg sem staðið hafa yfir síðan í nóvember á síðasta ári og stefnt er að því að þeim ljúki nú í haust. Við erum að endurnýja stofnlagnir hitaveitu til að auka flutningsgetu og mæta aukinni eftirspurn í bænum vegna fjölgunar íbúðarhúsnæðis og stækkun bæjarins. Markmiðið er að tryggja öllum íbúum í Hafnarfirði heitt vatn til næstu áratuga.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.

Við bendum húseigendum á að huga að innanhússkerfum.

Nokkrar algengar spurningar og svör varðandi lokunina

Þarf endilega að taka allt vatnið af?
Við skiljum vel að það komi sér illa fyrir íbúa og fyrirtæki að vera án heits vatns en því miður verður svo að vera þegar um svona stórt verk er að ræða. Veitur hafa skipulagt lokunina þannig að hún verði á þeim tíma þegar minnst notkun er á heitu vatni.

Hvaða götur í Garðabæ verða heitavatnslausar?
Eftirfarandi götur í Garðabæ verða fyrir áhrifum af lokuninni: Boðahlein, Naustahlein, Hraunholt, Hraungarðar, Hraunhóll, Hraunhamrar, Hrauntunga, Hraunkot, Hraunborg, Gimli, Björk, Brandstaðir, Garðahraun, Miðhraun, Norðurhraun, Suðurhraun og Vesturhraun.

Geta sumir íbúar átt von á að fá heita vatnið fyrr en aðrir?
Já íbúar norðanmegin í Hafnarfirði og í Garðabæ gætu mögulega fengið heita vatnið aftur fyrir tilkynntan tíma.

Hvað gerist ef vatnið er komið á hjá mér fyrir kl. 10 um morguninn 23. ágúst?
Ef heita vatnið verður komið í lag fyrir þann tíma þá mun það ekki verða tekið af aftur nema óvæntar uppákomur verði.

Hvað ef mér finnst vera lágur þrýstingur á vatninu eftir framkvæmdina?
Það getur tekið einhvern tíma að ná fullum þrýstingi aftur.

Hvað ef heita vatnið er ekki komið á kl. 10:00

Það er alveg eðlilegt á einhverjum stöðum og biðjum við ykkur um að sýna því skilning og þolinmæði. Vatnið verður komið á innan skamms.

Þarf að slökkva á innanhúskerfum og snjóbræðslu?

Þar sem slík kerfi eru mörg og misjöfn getum við ekki svarað þessu almennt. Best er að hafa samband við pípara eða söluaðila kerfisins til að fá leiðbeiningar.

------------------------------------------------------------------------

English

Update at 13.25: We are working on repairing leaks in a few places in the heating system in Hafnarfjörður. During repairs, some houses may be temporarily without hot water.

When water flows through a large district heating system again after a shutdown, it is normal that leaks occur. In such instances it is important to let us know if you find evidence of a hot water leak so we can respond to this.

Update at 7.40: Hot water is now running through the whole system in Hafnarfjörður and all residents should have full water pressure.

The new district heating pipe for Hafnarfjörður has been connected.

Update at 18.05, 22.8.: We have started to open for the hot water in Norðurbær, Setberg and the center in Hafnarfjörður as well as in Garðabær. This happens slowly and it can take a few hours before the hot water reaches full pressure.

In other parts of Hafnarfjörður the hot water will start to flow during the night.

It is important to turn off all hot water taps to reduce the risk of an accident or damage when the water comes on again.

Our work has been going according to plan and we hope that all residents will have hot water again tomorrow morning at 10.

-------

All of Hafnarfjörður and a small part of Garðabær will have no hot water from Monday night 21 August at 10 PM until Wednesday morning at 10 PM. See map of the affected area.

Due to the connection of a new district heating pipe that will secure hot water for the residents of Hafnarfjörður in the future.

Veitur Utilities has planned the shutdown to be at a time when hot water usage is at a minimum. We understand that this can be inconvenient for residents and businesses, but unfortunately, it is necessary for such a large development.

The shutdown is related to construction works at Álfaskeið and Sólvangsvegur, which have been ongoing since November last year and are scheduled to be completed this fall. We are renovating the district heating system to increase transport capacity and to meet the increased demand in the municipality due to the increase in the number of residential buildings and the expansion of the town. The goal is to ensure hot water for all residents of Hafnarfjörður for decades to come.


People are advised to turn off all hot water taps to reduce the risk of accident or damage when the water comes on again.

We recommend that houseowners check their inhouse heating system.

The following streets in Garðabær will be affected by the closure: Boðahlein, Naustahlein, Hraunholt, Hraungarðar, Hraunhóll, Hraunhamrar, Hrauntunga, Hraunkot, Hraunborg, Gimli, Björk, Brandstaðir, Garðahraun, Miðhraun, Norðurhraun, Suðurhraun og Vesturhraun.

FAQ

Do you really need to shut down the water completely?
Unfortunately we must, yes. We understand the inconvenience for residents and businesses, however such a large development requires this shutdown.

Will some residents get the hot water sooner than others?
Yes, possibly the residents in the north part of Hafnarfjörður and Garðabær will receive hot water before the announced time. This will depend on the successful connection of one part of the main pipes.

What happens if I get hot water before 10 AM on Wednesday August 23?
If you are receiving hot water before the announced time it is unlikely that it will shut down again unless we have an unforeseeable incident.

What if the water pressure is low when the hot water is running again?
It may take some time before the water pressure is back to normal. Please be patient.

What if the water is not back on at 10 AM on Wednesday?
In some places this is to be expected and we ask for your patience and understanding. The hot water will be running again soon.

Do we need to shut down our inhouse system or the snow melting system?

Those systems are very diverse so we are not able to give a definite answer to this question. It is best you contact a certified plumber or the sales agent for your system.

Hvernig getum við aðstoðað þig?