Vinna við vatns­veitu, Garða­braut

- .

Viðhald á kaldavatnslögnum

Vegna framkvæmdar við vatnsveitu verða tímabundnar breytingar á gatnakerfi við Garðabraut.
Frá þriðjudegi 9. desember verður lokað fyrir innakstur frá Garðabraut að húsum nr. 35-43, en þess í stað verður opnað fyrir akstur í gegnum Vallarbraut á meðan á framkvæmdum stendur. Jafnframt verður önnur akrein lokuð á gatnamótum að húsum nr 7-13 vegna sömu vinnu, og hafa viðeigandi merkingar verið settar upp á svæðinu til leiðbeiningar.
Áætluð verklok eru föstudagur 12. desember.

Hvernig getum við aðstoðað þig?