.
Bilun í stofnlögn hitaveitu.
Uppfært kl. 19:00 Allir notendur ættu að vera komnir með fullan þrýsting.
Uppfært kl. 18:20: Byrjað er að hleypa vatni á kerfið. Gera má ráð fyrir því að það taki smá tíma að ná upp fullum þrýsting.
Uppfært kl. 16:45: Enn er unnið að viðgerð og gengur vel. Því miður er ekki hægt að segja að svo stöddu hvenær vatn kemst aftur á.
Uppfært kl. 13.45: Lokað verður fyrir heita vatnið eftir klukkan 14 og heitavatnslaust verður fram eftir degi á Álftanesi. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum.
Athugð að skrúfa fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.
27.2. kl. 11
Því miður má búast við því að lokað verði fyrir heitt vatn á Álftanesi í dag vegna bilunar.
Nákvæm tímasetning er ekki komin í ljós. Unnið er að viðgerð og allar nýjustu upplýsingar verða uppfærðar hér á síðunni.