- .
Information in Englsh below
Mikil úrkoma er þessa dagana ásamt hlýindum og snjórinn að bráðna. Fráveitan þarf því að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma og það gengur betur ef niðurföll eru hreinsuð.
Fráveitukerfi borgarinnar er tvískipt og hluti þess er með tvöfalt kerfi sem þolir úrkomuna ágætlega.
Hinn hlutinn er þó ekki jafnvel settur fyrir svo mikla úrkomu og þar er hætta á að flæði upp úr niðurföllum þegar fráveitulagnir fyllast tímabundið af regnvatni.
Ef það flæðir vatn upp úr niðurföllum í húsum er mikilvægt að muna að það er vegna yfirfulls kerfis og hafa þarf samband við dælubíl. Þá er ráðlagt að setja vatnið ekki í niðurföllin, heldur t.d. í garðinn ef þess er kostur. Við slíkar aðstæður er umfram vatnið líklegt til að koma aftur upp úr niðurföllum þar sem kerfið getur ekki tekið á móti þessu.
Þar sem mikið vatn flæðir um götur þarf að gæta þess að losa reglulega lauf og annað lauslegt frá niðurföllum til að gefa vatninu greiða leið niður í fráveituna.
Ef það flæðir inn til þín
• hringdu á dælubíl/ stífluþjónustu og Tryggingafélagið þitt.
Skoðið niðurföllin og hvar þetta er að renna inn
• Útiniðurföll: þetta er eðlilegt í óvenjumikilli úrkomu og fólk getur lítið gert annað en að minnka skaðann hjá sér. Birgja fyrir t.d. hurðar og þétta.
Ef niðurföll utandyra eru stífluð þá ætti að reyna að hreinsa frá þeim og gera það reglulega
• Inni niðurföll: ef það kemur upp þar þá er mögulega hægt að dæla því annað, en það þýðir ekkert að dæla því í baðkarið eða í niðurföll utandyra. Það getur verið allt sama kerfið og fer þá einfaldlega allt aftur inn. Þá er betra að reyna að dæla vatninu út í garð eða slíkt.
Ef það er dæla í kjallaranum hjá þér:
• Athugaðu hvort hún sé í gangi. Mögulega þarf að hreinsa hana og dælubrunninn. Hringdu í pípara ef þig vantar aðstoð.
Uppfært 2.2., kl. 13.40: Neyðarlúgur fráveitu í Skeljanesi og Gufunesi lokuðust í morgun, en hafa þó opnað af og til í morgun. Veitur eru að vinna í málinu. Stendur verða hreinsaðar í nágrenninu eftir þörfum.
Uppfært 1. 2.2025, kl. 9:20: Neyðarlúgur fráveitu í hreinsistöðinni í Klettagörðum og dælustöðvum í Vesturhöfn, Skeljanesi og Gufunesi opnuðu 31.1. kl. 20, en í Klettagörðum og Vesturhöfn lokaði aftur kl. 22.
Neyðarlúgur dælustöðva fráveitu í Skeljanesi og Gufunesi eru enn opnar.
Neyðarlúgur fráveitu eru til þess gerðar að skólp flæði ekki inn í híbýli fólks ef dælustöðvar bila eða stöðvast og álagið verður það mikið að yfirfallsdælur ráða ekki við það.
Veitur sjá til þess að strendur séu hreinsaðar þegar veður leyfir.
----------------------------------------
There has been significant rainfall recently, along with warmer temperatures causing the snow to melt. As a result, the sewer system needs to handle large volumes of water in a short period, and this works better if the drains are clear.
The city's sewer system is divided into two parts, with one part featuring a dual system that handles rainfall well. The other part, however, is not as well equipped for heavy rainfall, and there is a risk of water overflowing from drains when the sewer pipes temporarily fill up with rainwater.
If water overflows from drains in your home, it’s important to remember that this is due to an overfilled system, and you should contact a pump truck. It is advised not to direct the water back into the drains but instead, if possible, into the garden. In such situations, excess water is likely to flow back up through the drains as the system cannot handle the volume.
Since a lot of water flows through the streets, it’s important to regularly clear leaves and other debris from the drains to ensure the water can flow freely into the sewer system.
If water is flowing into your property:
• Call a pump truck / blockage service and your insurance company.
Check the drains and where the water is coming in.
• Outdoor drains: This is normal during heavy rainfall, and there’s not much people can do other than minimize damage. For example, secure doors and seal them.
• If outdoor drains are clogged, try to clear them and do so regularly.
• Indoor drains: If water is coming up inside, it may be possible to pump it elsewhere, but there’s no point in pumping it into the bathtub or into outdoor drains. It could be the same system, and it will just flow back in. It’s better to try to pump the water out into the garden or somewhere similar.
If you have a pump in your basement:
• Check if it is running. It may need to be cleaned, along with the pump well. Call a plumber if you need help.
Updated Feb. 2nd at 13.40: Emergency overflow outlets at the pump stations in Skeljanes and Gufunes closed this morning. However they have opened and closed a few times this morning. Veitur staff are working on it. We will ensure the shores are cleaned where needed.
Updated Feb. 1st at 9:20: Emergency overflow outlets at the wastewater treatment plant in Klettagardar and pump stations in Vesturhöfn, Skeljanes, and Gufunes were opened on January 31 at 20:00, but in Klettagardar and Vesturhöfn, they closed again at 22:00.
The emergency overflow outlets at the pump stations in Skeljanes and Gufunes remain open.
Emergency overflow outlets are designed to prevent sewage from flowing into people's homes if a pump station breaks down or stops, and the pressure becomes too much for the emergency pumps to handle.
Veitur will ensure that the shores are cleaned when the weather allows.