Heitt vatn komið á í Grafar­vogi

.

Heitavatnslaust er vegna bilunar

Uppfært kl. 16:30. Fullur þrýstingur komin á kerfið.

Uppfært kl 13:53.
Byrjað er að hleypa vatni á kerfið. Gera má ráð fyrir að fullur þrýstingur verði kominn á kerfið innan fárra klukkustunda.

Uppfært kl 11:25.
Viðgerð stendur yfir. Heitu vatni verður aftur hleypt á um leið og hægt er eftir hádegi. Það tekur tíma en við vonumst til að heitt vatn verði aftur komið á allt hverfið um fimm leytið. Við uppfærum hér á vefnum jafn óðum.

Uppfært kl 09:32.
Búið er að greina bilunina skrúfa fyrir og tryggja aðstæður.

Uppfært kl 08:46.
Kort hefur verið uppfært af nánari staðsetningu.


Vegna bilunar er heitavatnslaust í hluta Grafarvogs . Sjá nánar á korti.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Hvernig getum við aðstoðað þig?