Viðgerð á heita­vatns­lögn við Gerð­ar­brunn, Reykjavík

- .

Veitur vinna að bættum þrýstingi á heitu vatni

Veitur þurfa að hreinsa úr hitaveitulögnum í Gerðarbrunni næstu daga. Með því er vonast til að bætt verði úr þrýstingi á vatninu á svæðinu.
Borið hefur á uppsöfnun sands og úrfellinga í lögnum á svæðinu og mikilvægt að hreinsa það út. Fyrir utan Gerðarbrunn 26 þarf því að grafa niður á heitavatnslögn og setja búnað þar til að auðvelda aðgengi í framtíðinni ef vandamálið kemur upp aftur.


Á meðan vinnu stendur er nauðsynlegt að þrengja götuna við göngustíginn á milli Gerðarbrunns 26 og 28. Innkeyrslum verður ekki lokað. Gera má ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti þurfa að loka fyrir heitavatnið í á afmörkuðu svæði en það verður tilkynnt sérstaklega til þeirra sem það á við.


Framkvæmdir hefjast strax og munu taka um tvo til þrjá virka daga. Að því loknu verður gengið frá yfirborði að mestu en endanlegur yfirborðsfrágangur kláraður á næstu vikum.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og vonum að framkvæmdin bæti þjónustu við íbúa á svæðinu.

Hvernig getum við aðstoðað þig?