Leki í borholu hita­veitu í Hátúni

- .

Unnið er að viðgerð

Upp hefur komið leki í borholu hitaveitu í Hátúni.

Við höfum girt svæðið í kringum borholuhúsið til að tryggja öryggi og ekkert heitt vatn fer þaðan út. Þetta hefur engin áhrif á rennsli vatnsins hjá viðskiptavinum. Við notum kalt vatn til að kæla það heita og það er kalda vatnið sem rennur um götuna. Það stafar engin hætta af því.

Við erum að vinna að viðgerð, en hún gæti tekið einhverja daga og því má búast við að sjá kalda vatnið renna um götuna á meðan þessu stendur.

Hvernig getum við aðstoðað þig?