- .
Hávaði við Bústaðaveg
Veitur eru að vinna að viðhaldi fráveitulagna á Bústaðavegi.
Til að þurfa ekki að skipta lögnum út með tilheyrandi raski fyrir allt hverfið með skurðum og lokunum þá nýtum við svokallaða fóðrun. Því miður fylgir því hávaði og óþægindi fyrir þá sem búa í kring. Vegna staðsetningar vinnu á Bústaðavegi og umferðar þar í kring er eingöngu hægt að vinna þessa vinnu á kvöldin og á nóttunni, því miður.
Við munum þurfa að vinna frá klukkan 21:00 þann 2.11 og fram eftir nóttu.