.
Veitur senda aldrei út hlekki þar sem fólki er sagt að skrá greiðslukortaupplýsingar. Information in English below
Veitur vekja athygli á svikaskilaboðum þar sem viðtakendur eru beðnir að smella á hlekk til að velja raforkusala eða staðfesta þjónustu.
Veitur senda aldrei út hlekki þar sem fólki er sagt að skrá greiðslukortaupplýsingar.
Ef þú fékkst grunsamlegan póst eða skilaboð:
- Ekki smella á hlekki eða opna viðhengi
- Ekki gefa upp persónuupplýsingar eða greiðslukortaupplýsingar
- Eyddu póstinum strax
Viðskiptavinir geta séð stöðu reikninga sinna á Mínum síðum Veitna og hvort þeir séu ógreiddir.
Veitur loka einungis fyrir rafmagnið þegar margar viðvaranir hafa verið sendar um ógreidda reikninga.
Hvað átt þú að gera ef þú lendir í svikum?
Ef þú lentir í svikum og gafst upp kortanúmer, aðrar bankaupplýsingar eða leyfðir innskráningu með rafrænum skilríkjum þá skaltu gera þetta strax:
- Frysta öll greiðslukort í bankaappinu þínu.
- Skrá út öll innskráð tæki í bankaappinu.
- Hringja strax í neyðarþjónustu bankans þíns.
Svikaskilaboð geta til dæmis litið svona út:
Nánar um Vefveiðar hjá CERT-IS
----------------------------
Veitur warns about scam messages where recipients are asked to click on a link to choose an electricity supplier or confirm a service.
Veitur never sends links asking people to enter credit card details.
If you receive a suspicious email or message:
Customers can check the status of their bills on Veitur’s My Pages and see whether any are unpaid.
Veitur only cuts off electricity after multiple warnings have been sent about unpaid bills.
What should you do if you fall victim to fraud?
If you have been scammed and provided your card number, other banking details, or allowed login with electronic ID, do the following immediately:
Log out all signed-in devices in your banking app
Call your bank’s emergency service immediately
Scam messages may look something like the picture above.