Eftir langvarandi kuldatíð gera veðurspár nú ráð fyrir hlýnandi veðri á morgun. Í slíkum breytingum á veðurkerfinu getur myndast álag á fráveitukerfi vegna mikils vatnsflaums.
Neyðarlúgur geta opnast í svona aðstæðum
Fráveitukerfin eru hönnuð þannig að þegar öfgakenndar aðstæður í úrkomu og ofanvatni skapast þá virkjast neyðarlúgur í dælustöðvum og óhreinsað skólp rennur til sjávar. Þetta er mikilvægur þáttur í virkninni til að koma í veg fyrir að skólp komi upp um niðurföll í híbýlum fólks.
Það má því búast við því að neyðarlúgur opni í þessum aðstæðum sem fram undan eru. Þegar neyðarlúgur opna vinna Veitur samkvæmt skilgreindu verkferli sem m.a. felur í sér að fjörur verða gengnar og rusl hreinsað.
Í fráveitusjánni okkar er hægt að fylgjast með því hvort dæla hafi þurft óhreinsuðu skólpi út í sjó.
Rusl á ekki heima í klósettum
Nú sem endranær er fólk minnt á að einungis líkamlegur úrgangur og salernispappír eiga að fara í klósett. Rusli á aldrei að henda í klósett, sé það gert getur það endað í sjónum og skilað sér upp í fjörur.
Mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum
Þá er mikilvægt að fólk tryggi hýbýli sín með því að hreinsa frá niðurföllum og tryggi að vatn komist sem greiðlegast frá húsum.
Veitur eru ekki að hækka hitaveitugjald heimilanna um 50%. Þessi túlkun byggir á því að horfa einungis á einn hluta gjaldskrárinnar sem er núna 15% af heildarreikningi. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna fer yfir málin.„“

Helsta ástæðan er sú að í dag borgar fólk fyrir það sem það notar hverju sinni og notkun er meiri að vetri til.