Hér eru helstu upplýsingar er varða þau fasteigna- og þróunarfélög sem Veitur þjónusta.
Veitur bjóða upp á sérhæfða viðskiptastýringu fyrir fasteignafélög þar sem lögð er áhersla á markvissa og hnökralausa þjónustu. Við viljum efla samstarf við lykilstjórnendur fasteigna- og uppbyggingaraðila til að auðvelda skipulagningu og framkvæmd verkefna.
Markmið okkar er að fasteignafélög upplifi örugg og einföld samskipti og trausta þjónustu fyrir vaxandi viðskiptasamband byggðu á gagnkvæmu trausti.
Hafðu samband við Heimi Hjartarson eða Margréti Maríu Leifsdóttur í vidskiptastyring@veitur.is ef þig vantar frekari upplýsingar.