Veitur leita samstarfs um nýtingu fitu úr fráveitu

Veitur kanna áhuga markaðarins á samstarfi um kaup og nýtingu fituríkra úrgangsefna sem falla til í fráveitu Veitna.

Hverju sækjast Veitur eftir?

Við leitum að samstarfsaðilum sem geta tryggt:

  • Ábyrga og umhverfisvæna meðhöndlun á fituríkum úrgangi í samræmi við gildandi lög, reglugerðir og starfsleyfi.
  • Móttöku og flutning frá hreinsistöðvum Veitna eftir þörfum rekstrar.
  • Áreiðanlega skráningu og staðfestingu á magntölum og afdrifum efnisins.

Um er að ræða efni sem safnast fyrir við meðhöndlun skólps í hreinsi- og dælistöðvum Veitna og getur nýst til frekari vinnslu, t.d. í lífeldsneyti eða annað. Þið þurfið ekki að taka að ykkur allt ferlið – ef þið eruð með hugmyndir sem gætu hjálpað okkur áfram, þá viljum við endilega heyra frá ykkur.

Markaðskönnun

Hér má finna markaðskönnun sem við höfum sett saman til að kanna áhuga markaðarins á fitu úr fráveitunni. Við værum þakklát ef þú tækir þér um 2 mínútur til að svara könnuninni.

Hvers vegna förum við þessa leið?

Við hjá Veitum erum sérfræðingar í rekstri fráveitukerfa, en vinnsla og endurnýting úrgangsefna er utan okkar kjarnastarfsemi. Með þessari markaðskönnun viljum við:

  • Kynnast möguleikum sem markaðurinn býður upp á.
  • Læra af þekkingu og reynslu þeirra sem starfa á þessu sviði.
  • Aðlaga innkaupaferla og skilmála þannig að þeir gefi sem bestu mynd af raunverulegum verðmætum sem felast í efninu – í sanngjarnri samkeppni.

Ef þú telur að lausn þín skari fram úr viljum við heyra frá þér – og einnig ef þú hefur ábendingar um hvernig við getum aðstoðað við að bæta ferlið, t.d. með forvinnslu sem gæti lækkað þjónustukostnað.

Hvers konar efni er um að ræða?

Fituríkur úrgangur sem safnast við hreinsun skólps inniheldur meðal annars:

  • Mjög hátt hlutfall fitu og frjálsra fitusýra.
  • Breytilegt þurrefnishlutfall og öskuinntak.
  • Tölur um efnainnihald má finna í samantekt niðurstaðna efnagreininga hér neðar.

Dæmi um mælingar (sjá nánar í PDF skjali):

  • Fita: allt að 48% (W/W)
  • Frjálsar fitusýrur: allt að 52% af fituinnihaldi
  • Votvigtarmagn: tugi þúsunda kílóa árlega frá hverri stöð

Athugið að magn efnanna og hlutfall nýtanlegra efna getur verið breytilegt og að við sækjumst eftir tillögum um hvernig megi hámarka hagkvæmni í meðhöndlun þeirra.

Hvernig getum við aðstoðað þig?