Garða­stræti, Reykjavík

- .

Endurnýjun hitaveitu- og raflagna

Um verkefnið: Í Garðastræti er hitaveitustokkur frá 1985 sem þarfnast endurnýjunar og brunnar sem þarf að afleggja af öryggisástæðum. Þá verða raflagnir frá 1955 endurnýjaðar og styrktar.

Hjáleiðir verða settar upp þar sem það á við. Gangandi og hjólandi vegfarendur komast ávallt leiðar sinnar. Áhersla er lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks.

Uppfært 1.4.2025: Við bilanaleit kom í ljós að gera þarf strax við háspennustreng sem liggur á horni Garðastrætis og Grjótagötu. Því miður getur viðgerð ekki beðið þar til framkvæmdir við Garðastræti hefjast þar sem hættan á skyndilegu rafmagnsleysi er of mikil. Verkið tekur örfáa daga og fyllt verður í skurðinn í kjölfarið. Bráðabirgðayfirborð verður sett á staðinn þar sem opna þarf aftur í vor. Vinnusvæðið má sjá á myndinni. Aðgengi verður tryggt allan tímann.

2025-04-01 Gardastraeti haspennuvidgerd


Uppfært 14.3.2025:
Framkvæmdir hefjast í byrjun apríl að öllu óbreyttu. Gera má ráð fyrir að bílastæði í Garðastræti nær Grjótaþorpi verði ekki aðgengileg á meðan unnið er.
Vinnusvæðið hefur stækkað frá fyrri áætlun og nær nú lengra í átt að Vesturgötu.
Uppfært 27.8.2024:
Ákveðið hefur veirð að fresta framkvæmdum til vorsins 2025. Það tryggir að veturinn stöðvi ekki verkið á miðri leið.

Vinnusvæði: Á Garðastræti verður unnið í áföngum frá gatnamótum við Túngötu og yfir gangbraut við Fischersund. Auk þess verður Garðastræti þverað til móts við hornhús á Bárugötu 14, en þar bakatil er dreifistöð rafveitu.

Tímaáætlun: Vor og sumar 2025

Verkefnastjóri Veitna: Einar Waldorff

Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?