- .
Endurnýjun háspennustrengja
Um verkefnið: Á tveimur stöðum í Hlíðunum verða í vor og sumar endurnýjaðir háspennustrengir.
Verkið er unnið á tveimur aðskildum svæðum:
Við Suðurhlíð meðfram gangstétt frá byrjun maí fram í miðjan júní (sjá efri mynd) . Mögulega þarf að þvera götuna á einum stað, en það væri mjög stutt og gatan lokar ekki alveg á meðan þó einhver þrenging yrði rétt á meðan.
Við Stakkahlíð og Miklubraut meðfram gangstétt frá því um lok maí og fram í júlí (sjá neðri mynd). Þvera þarf Stakkahlíð norðanmegin Miklubrautar í stuttan tíma.
Hjáleiðir verða settar upp þar sem það á við og áhersla lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks.
Gengið verður frá yfirborði að verki loknu.
Tímaáætlun:
Við Suðurhlíð: Byrjun maí fram í miðjan júní
Við Stakkahlíð og Miklubraut: Lok maí fram í miðjan júlí
Verkefnastjóri: Finnbogi Karlsson
Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna