Kárs­nes­braut, Hábraut og Urðar­braut, Kópa­vogur

- .

Endurnýjun hitaveitu- og raflagna

Um verkefnið: Endurnýja og styrkja þarf rafdreifikerfið á svæðinu. Gömlum háspennustrengjum er skipt út fyrir nýja til að auka afhendingaröryggi rafmagns á svæðinu.

Hitaveitulagnir verða endurnýjaðar og stækkaðar, en lagnir á staðnum eru um 50 ára gamlar. Til að anna eftirspurn með stækkandi byggð þarf að leggja sverari lagnir en nú eru. Samtímis verða hitaveitubrunnar aflagðir.

Verkið er unnið í áföngum og byrjað við Hábraut og unnið þaðan smám saman að Urðarbraut. Kársnesbraut verður í fyrsta hluta þveruð til móts við númer 41, en þar verða nýir strengir tengdir við dreifistöð rafmagns. Á meðan því stendur verður þrenging á götunni, en áætlað er að hægt sé að ljúka því innan dagsins.

Í samstarfi við Kópavogsbæ verða lagnir endurnýjaðar í Urðarbraut. Kópavogsbær mun endurnýja vatns- og fráveitulagnir og gatan lokuð á meðan. Áætlað er að framkvæmdir Kópavogsbæjar hefjist í lok júní. Í haust leggja Veitur nýjar hitaveitulagnir og rafstrengi í götuna áður en gengið er frá yfirborði.

Ökubrýr verða settar upp við innkeyrslur við Kársnesbraut og Hábraut þar sem unnið er hverju sinni og aðgengi að húsum tryggt allan tímann.

Áhersla er lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks og gengið verður frá öllu yfirborði í kjölfar framkvæmda.

Uppfært 11.11.2025: Við Kársnesbraut eru skurðir lokaðir og beðið eftir kantsteinum til að klára að fullu frágang. Í Urðarbraut er lagning hitaveitu í fullum gangi og þegar því er lokið verður lagður rafstrengur. Gert er ráð fyrir að vinnu Veitna ljúki að fullu í lok nóvember og þá taki Kópavogsbær við frágangi á yfirborði.
Vinnusvæði
: Í gangstétt meðfram Hábraut og Kársnesbraut að Urðarbraut.

Í Urðarbraut er unnið í götunni og gangstétt ásamt Kópavogsbæ.

Tímaáætlun: Júní til október 2025. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að vinnu ljúki 1. desember.

Verkefnastjóri Veitna: Einar Waldorff Þórðarson

Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?