Laug­arnes að Suður­lands­braut, Reykjavík

- .

Styrking dreifikerfis rafmagns

Um verkefnið: Nýir háspennustrengir verða lagðir í jörðu til að tryggja orkuskipti fyrir vöru- og farþegaflutninga á svæðinu auk þess að auka almennt getuna til orkuskipta

Háspennustrengirnir tengjast nýrri aðveitustöð sem verður við Sægarða 1.

Ný aðferð, steyptir rörastokkar, er notuð við lagningu strengjanna á viðkvæmari svæðum til að tryggja öryggi vegfarenda, starfsfólks og fornleifa nærri lagnaleiðinni. Sjá nánar umfjöllun um framkvæmdina nærri fornleifum við Laugarnes.

Verkið er unnið í áföngum. Árið 2025 er unnið meðfram Sæbraut og í Holtavegi að Suðurlandsbraut.

Seinni áfangi verður unninn árið 2026 nær aðveitustöðinni.

Uppfært 29.9.2025: Vinnu í Holtavegi er lokið og sömuleiðis við Laugarnes. Betri samgöngur hafa tekið við vinnusvæðinu við Laugarnesið til að leggja göngu- og hjólastíg sem þegar var á dagskrá.
Uppfært 8.8.2025:
Vinna í Holtavegi er hafin og þar er unnið í smærri áföngum þar til undir lok nóvember. Með aðferðinni sem notuð er við lagningu strengjanna er hægt að velja áfangaröðina eftir því sem er talið henta fyrir svæðið og þar er áhersla lögð á að klára alla vinnu næst skólanum áður skólastarf hefst. Áætlað er að hver áfangi taki um tvær vikur, en vissulega gengur stundum betur en áætlað og stundum verr.

Áætluð lok vinnu við Holtaveg er í lok nóvember 2025.

Holtavegur mun ekki lokast á tímabilinu, en það verður þrenging meðfram vinnusvæðinu hverju sinni og ávallt opið fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þegar þarf að þvera götur þá lokast þær við Holtaveg, en einungis ein í einu svo öll komist leiðar sinnar.

Áfangaskipting verður í þessari röð.
Tímaáætlun fyrir seinni áfanga verður sett inn þegar framvindan er metin undir lok september.

1. Holtavegur frá Langholtsvegi, við og yfir Sunnuveg. Áætluð lok fyrir 25. ágúst.
2. Milli Hólmasunds og Sæviðarsunds. Hvorug gata lokast. Áætluð lok í byrjun september.
3. Gatnamót á Langholtsvegi, nær Sunnuvegi. Þrenging á gatnamótum. Áætluð lok í lok september.
4. Skipasund og yfir Sæviðarsund sem lokast við Holtaveg.
5. Gatnamót á Langholtsvegi nær Efstasundi. Þrenging á gatnamótum.
6. Efstasund og yfir Skipasund sem lokast við Holtaveg.
7. Frá Langholtsvegi og yfir Efstasund sem lokast við Holtaveg.

Vinnusvæðið. Athugið að ekki er um nákvæma mynd að ræða, henni er einungis ætlað að sýna hvoru megin vinnusvæðin munu liggja.

2025-08-08 Holtavegur


Uppfært 27.6.2025: Ákveðið hefur verið í samstarfi við Betri samgöngur að nýta framkvæmdina og endurgera strax fyrirhugaðan hjóla og göngustíg á 200m kafla við Laugarnes þar sem viðkvæmar fornleifar eru.

Tímaáætlun í heild: Júní 2025 til nóvember 2026.

Verkefnisstjóri: Guðmundur S. Sigurgeirsson

Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?