Vellir, Hafn­ar­fjörður

- .

Styrking á dreifikerfi hitaveitu

Image alt text

Um verkefnið: Hitaveitulagnir verða lagðar á 600 metra kafla við Ásbraut í Hafnarfirði og 1300 metra frá Áslandi að Hamranesi. Tilgangurinn er að styrkja dreifikerfi hitaveitunnar á svæðinu með hringtengingu til að tryggja ört fjölgandi íbúum á svæðinu heitt vatn fyrir veturinn 2024-25.

Veitur munu hefja framkvæmdir við Ásbraut. Settar verða upp hjáleiðir þar sem þörf krefur og áhersla lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks. Að framkvæmd lokinni verður gengið frá yfirborði.

Athugasemd 8.4.2024: Endanlega hönnun er í vinnslu og því skal taka mynd af vinnusvæði með fyrirvara þar sem hún er einungis til viðmiðunar. Það sama gildir um tímaáætlun.

Vinnusvæði: Við Ásbraut og frá Áslandi að Hamranesi.

Tímaáætlun: Júní til desember 2024.

Verkefnastjóri Veitna: Kolbeinn Björgvinsson

Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?