Ásgarður, Reykjavík

- .

Veitur endurnýja rafstrengi

Uppfært 24.3.: Vinna er hafin í Ásgarði. Athugið að einhverjar tengingar eru tilbúnar nú þegar fyrir tengingu við styrkinguna og þá þarf ekki að tengja strenginn alla leið að húsum.

Tillaga að verki til að bæta afhendingaröryggi í Ásgarði.

Lagt er til að nýr strengur sé lagður við lóðarmörk milli raðhúsa við Ásgarð og Réttarholtsveg. Leiðin er á svæði sem skilgreint er sem leiksvæði í skipulagi. Auk þess er lagt til að strengurinn sé lagður í grasbala meðfram bílastæðum við Ásgarð 19-35.
Lagður yrði strengur að öllum raðhúsalengjum á svæðinu, bæði við Ásgarð og Réttarholtsveg, til að bæta tengingar á svæðinu. Veitur munu ganga frá öllu yfirborði að verki loknu.

Rafstrengir liggja grunnt í jörðu og þurfa hvorki djúpa skurði né langan framkvæmdatíma.

Samþykki íbúar við Ásgarð lagnaleiðina þá geta húseigendur báðu megin sótt um þriggja fasa rafmagn að verktíma loknum. Slíkt eykur öryggi á heimilum og gera hleðslustöðvar fyrir rafbíla mögulegar, en slíkt er ekki fyrir hendi á svæðinu.

Tímasetning framkvæmda er ekki ljós en gert ráð fyrir maí til viðmiðunar.
Frekari upplýsingar veitir Silja Ingólfsdóttir upplýsingafulltrúi hjá Veitum.

Hvernig getum við aðstoðað þig?