Um verkefnið: Rannsóknarholur verða boraðar á níu stöðum á Álftanesi. Þetta eru um 60m. djúpar holur sem verða boraðar til að kanna með vatn og hitastig með það í huga að bæta við hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu. Rask verður í lágmarki þar sem létt bortæki eru notuð svo ekki er þörf á vegagerð eða sérstökum borplönum.
Þetta er einungis til rannsókna á þessu stigi málsins og niðurstöður þeirra ráða mestu um framhaldið og hvernær það yrði.
Verkefnið er unnið í samráði við landeigendur á svæðinu.
Uppfært 2.8.2024: Veitur hafa nú endurskoðað áætlun um staðsetningu á hitastigulsborunum á næstunni á Álftanesi. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að um miðjan ágúst hefjist borun að nýju. Hola sem merkt er 4a á myndinni að ofan verður þá dýpkuð. Aðrar holur eru sem fyrr grynnri rannsóknarholur.
Uppfært 21.5.2024: Rannsóknarholur sem boraðar voru fyrr í vor lofa margar góðu. Veitur munu því bora aftur á tveimur stöðum, merktir 4a og 5a á mynd, til að fá enn betri sýn á möguleikana.
Jafnframt verða nokkrar nýjar boraðar á svæðinu, merktar á mynd með bókstöfum.
Á neðri myndinni má sjá staðsetningar þar sem boraðar voru rannsóknarholur í mars og apríl á þessu ári.
Uppfært 13.3.2024: Rannsóknarholurnar eru nú boraðar ein af annarri. Holur nr. 4-3-1-2 hafa nú verið boraðar. Á næstunni verða holur númer (í þessari röð) 7-6-5-8-9 boraðar.
Það er verið að fara yfir gögn sem koma úr þessum holum og því ekkert hægt að segja til um niðurstöður enn sem komið er.
Tímaáætlun: Febrúar og mars 2024. Uppfærð áætlun: stefnt er að því að ljúka seinni hluta nú í júnílok.
Vinnusvæði: Níu rannsóknarholur verða boraðar víðsvegar um Álftanes.
Verkefnastjóri Veitna: Benedikt Jón Þórðarson