Barón­stígur 14-30, Reykjavík

- .

Viðgerð á háspennustreng

Uppfært 14.4.2025: Veitur fundu bilanir í streng við Barónstíg og við nánari skoðun á strengnum kom í ljós að hann var verr farinn en talið var í fyrstu.

Grafa þarf í gangstéttinni vestan megin á Barónstíg, frá gatnamótunum við Bergþórugötu að Laugavegi. Grafið verður frá báðum endum samtímis og þegar skurðurinn er tilbúinn verður nýr háspennustrengur lagður alla leið. Slíkt eykur endingu strengsins.

Það er ekki ljóst hvort þvera þurfi Njálsgötu og Grettisgötu við Barónsstíg. Ef það reynist nauðsynlegt þá verður það unnið innan dagsins. Gengið verður frá yfirborði að verki loknu.

Áhersla er lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks og hjáleiðir settar upp þar sem það á við.

Samtímis verður hitaveitulögn endurnýjuð við Barónstíg 28-30, en hún er frá árinu 1985.

Tímaáætlun: Apríl til maí 2025

Umsjón verks: Ragnheiður Ósk Svansdóttir

Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna
----------------------------------

31.3.2025: Við skipulagða bilanaleit kom í ljós að gera þarf við hluta af háspennustreng sem liggur í gangstéttinni. Það er mikilvægt að gera við strenginn sem fyrst til að koma í veg fyrir skyndilegt rafmagnsleysi.

Unnið verður í gangstétt við hús númer 20 og 20A og einnig við hús númer 30. Við áætlum að vinnu verði lokið fyrir miðjan apríl. Aðgengi íbúa að húsum sínum er að sjálfsögðu tryggt á meðan vinnu stendur.

Áhersla er lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks, hjáleiðir settar upp þar sem það á við og gengið frá yfirborði að verki loknu. Í einhverjum tilvikum er sett bráðabirgðamalbik til að tryggja öryggi þar til hægt er að ganga endanlega frá gangstéttinni.

Hvernig getum við aðstoðað þig?