Fram­nes­vegur og Sólvalla­gata

- .

Veitur endurnýja lagnir fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu.

Image alt text

Verkefnið:
Veitur endurnýja lagnir fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu á Framnesvegi og Sólvallagötu. Verkið verður unnið í áföngum til að takmarka ónæðið eins og mögulegt er og allt kapp lagt á að klára hvern þeirra hratt og vel. Þetta er síðasti hluti framkvæmda sem hófust fyrir rúmu ári síðan þegar verið var að endurnýja raflagnir og hitaveitulagnir að hluta. Áætlað er að heildarframkvæmd ljúki í lok nóvember. Um fyrri hluta framkvæmda má lesa hér.

Á framkvæmdatímanum þarf að grafa í götur, annars vegar á Sólvallagötu frá Ánanaustum að Framnesvegi og hins vegar á Framnesvegi frá Hringbraut að Sólvallagötu, þó ekki samtímis.

Viðeigandi merkingar sem kynna hjáleiðir gangandi og akandi vegfarenda verða settar upp á svæðinu til að tryggja öryggi, en hægt verður að ganga meðfram Framnesvegi allan tímann. Ef þörf krefur munum við koma fyrir ökubrúm svo allir komist ferða sinna.

Við erum að nýta tækifærið, nú þegar verið er að byggja upp í hverfinu, til að endurnýja og styrkja gömul veitukerfi til þess að tryggja öllum íbúum Vesturbæjar rafmagn, heitt og kalt vatn sem og fráveitu til framtíðar. Núverandi vatns- og fráveitulagnir eru frá árunum 1925 og 1950 og nauðsynlegt að endurnýja þær sem fyrst.

Framkvæmdinni fylgir óhjákvæmilega nokkuð rask og ónæði og biðjum við íbúa velvirðingar á því. Við munum leggja okkur fram við að upplýsa íbúa vel um framkvæmdirnar og það er alltaf hægt að hafa samband við okkur.

Áfangarnir í þeirri röð sem áætluð er

  1. Sólvallagata
  2. Gatnamót Sólvallagötu og Framnesvegar
  3. Framnesvegur- gatan
  4. Hringbraut – þverun v/tenginga
  5. Framnesvegur og Hringbraut – gangstétt

Vinnusvæði:
Framnesvegur frá Hringbraut að Sólvallagötu og við enda Sólvallagötu frá Framnesvegi að Ánanaustum.

Tímaáætlun:

Framkvæmdin skiptist í tvo hluta:
Á Sólvallagötu frá lok júní 2023 til nóvember 2023

Á Framnesvegi frá 15. mars - ágúst 2024

Uppfært 5.3.2024: Seinni áfangi hefst á næstunni. Settar verða upp hjáleiðir fyrir hvern hluta framkvæmdarinnar. Gera má ráð fyrir aukinni umferð um aðrar götur á meðan lokunum stendur.

Uppfært 27.12.2023:
Fyrri áfanga framkvæmda er lokið. Hafist verður handa við seinni hlutann samkvæmt áætlun.
Uppfært 25.10.2023:
Verkinu miðar vel áfram og nú er verið að leggja lokahönd á hitaveitulagnir í gangstétt. Tenging þeirra lagna við kerfið reyndist flóknari en við var búist og tefst því um nokkra daga á meðan örugg leið fyrir hana er fundin. Þegar tengingu lýkur verður hægt að loka skurðum og ganga frá yfirborði.

Uppfært 17.8.2023: Vegna seinkunar á upphafi verksins seinkar einnig áætlaðri opnun norðurhluta götunnar. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að sá hluti, ásamt aðgengi að bílageymslu, verði opnaður að nýju þann 29. ágúst.

Uppfært 7.7.2023: Ákveðið hefur verið að fresta lokun bílageymslunnar fram til 10. júlí.

Uppfært 5.7. 2023: Framkvæmdir eru að hefjast og Sólvallagötu verður lokað 6.7. Þar með lokast bílageymsla fyrir hús nr. 80-84. Áætlað er að sú lokun standi í um 6 vikur og þá lokast sá hluti götunnar sem nær að gatnamótum við Framnesveg.

Uppfært 27.6. 2023: Verktaki hefur hafið undirbúning á Sólvallagötu og vinna að hefjast.

Uppfært 8.5.2023: Veitur áætluðu að hefja framkvæmdir í byrjun júní og ljúka þeim í október. Eftir nánari skoðun hefur verið ákveðið að skipta framkvæmdinni í tvo hluta. Tekin var ákvörðun um að eingöngu verði unnið á Sólvallagötu í sumar, en framkvæmdir á Framnesvegi verði færðar til vorsins 2024. Vinna við Sólvallagötu mun hefjast seinni hlutann í júní 2023.

Frestun framkvæmda er ekki léttvæg ákvörðun, en við hjá Veitum viljum síst af öllu verða fyrir því að vinnan teygist inn í veturinn 2023-24 með tilheyrandi áhættu vegna veðurs og frosts. Stórum framkvæmdum, sér í lagi þar sem lagnir eru komnar til ára sinna,  fylgir ávallt töluverð hætta á óvæntum uppákomum sem tefja verkið. 

Veitur munu á næstu dögum malbika gangstétt á Framnesvegi. Malbikið verður fjarlægt á ný 2024 þegar vinna hefst aftur í götunni. Þegar framkvæmdum verður að fullu lokið sumarið 2024 verður gangstéttin hellulögð eins og hún á að vera.



Verkefnastjóri Veitna: Sigurður Rúnar Birgisson


Samskipti varðandi framkvæmdina: Silja Ingólfsdóttir á þjónustusviði Veitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?