Laut­ar­vegur og Skóg­ar­vegur, Reykjavík

- .

Endurnýjun fráveitulagna

Image alt text

Verkefnið: Endurnýja þarf fráveitulagnir við Lautarveg og Skógarveg til að ná öruggu sjálfrennsli fráveitu og tryggja rennsli þess frá götunum. Samtímis verða brunnar og regnvatnslausnir endurnýjaðar.
Þvera þarf hjóla- og gönguleið á gatnamótum nærri brúnni yfir Kringlumýrarbraut. Hjáleiðir verða settar upp við gatnamótin.

Tímaáætlun: Uppfærð 14.12. 2023.

1. áfangi: 18.12.2023--10.01.2024

2. áfangi: Vor 2024

Verkefnastjóri Veitna: Sveinbjörn Hólmgeirsson

Samskipti vegna framkvæmda: Silja Ingólfsdóttir, þjónustusviði Veitna

Uppfært 14.12.2023: Vinna í borgarlandi við vesturenda Skógarvega 6-8 hefst mánudaginn 18,12. Lagnir liggja í borgarlandi, en flái frá skurðinum mun ná inn á lóð hússins. Gengið verður frá yfirborði og þökulagt á vormánuðum.
Á meðan vinnu stendur verður aðkomu byggingaverktaka við Skógarveg 10 breytt. Þá mun hún tímabundið liggja frá Sléttuvegi 25 yfir lóðina þar. Gengið verður frá yfirborði og aðkomu verktaka breytt þegar vinnu við lagnirnar er lokið.

Uppfært 29.11.2023:
Vegna tafa á upphafi framkvæmdar hefur verið ákveðið að fresta hluta hennar fram til vors. Efri hluti verksins verður unninn á næstunni og er áætlað að hann taki um tvær vikur. Seinni hlutinn, sverun á regnvatnslögn við Lautarveg, verður unnin á vormánuðum 2024.

Veitur munu koma fyrir mælitækjum í brunnum við Lautarveg til að vakta svæðið sérstaklega og bregðast hratt við ef kerfið tekur ekki nógu vel við.

Íbúar eru beðnir að hafa strax samband við þjónustuvakt Veitna (bilanavakt) ef þau verða vör við að niðurföll taki illa við vatni.

Hvernig getum við aðstoðað þig?