Hreins­i­stöð fráveitu við Ánanaust, Reykjavík

- .

Endurnýjun á búnaði.

Image alt text

Skipt verður um síubúnað til að hreinsa skólp sem berst til hreinsistöðvar fráveitu. Á meðan vinnu stendur þarf að taka stöðina úr rekstri og því fer óhreinsað skólp til sjávar um neyðarlúgu og yfirfall.

Hægt er að fylgjast með stöðu neyðarlúga dælu- og hreinsistöðva fráveitu Veitna á Fráveitusjá. Sett verða upp upplýsingaskilti við fjörur í nágrenni hreinsistöðvarinnar svo fólk haldi sig fjarri sjónum. Í framhaldinu verður fylgst með fjörum og þær hreinsaðar ef á þarf að halda.
Neyðarlúgur fráveitu eru til þess gerðar að skólp flæði ekki inn í híbýli fólks ef dælustöðvar bila eða stöðvast

Uppfært 29.4.2024: Verið er að leggja lokahönd á stillingu búnaðar. Dælingu verður hætt frá dælustöðvum við Boðagranda, Faxaskjól og Vesturhöfn frá kl. 6-20 þriðjudaginn 30.apríl og skólp fer þá tímabundið um yfirfall út í sjó. Það er gert til að hreinsa síur framan við hreinsistöðina.

Uppfært 12.4.2024: Unnið er að prófunum og stillingu búnaðar undir eftirliti. Lok verks er nú áætlað þann 26. apríl.

Uppfært 22.3.2024: Vinna gengur samkvæmt áætlun og verktaki mun ljúka uppsetningu á tilsettum tíma. Til að tryggja að búnaðurinn virki sem skyldi þarf að prófa hann og stilla og það verður gert á næstu tveimur vikum. Á meðan geta neyðarlúgur verið að opnast og lokast. Áfram verður fylgst með ströndinni og niðurstöður sýnatöku birtar hér um leið og þær berast.

Sýnatökur í fjörum vegna viðhalds í hreinsistöðinni við Ánanaust 2024
Skjámynd 2024-04-12 115031


Umhverfismörk skv. reglugerð nr. 796/1999 fyrir saurmengun og telst ásættanlegt ef vötn falla í I-II flokk (sjá nánar um umhverfismörk fyrir mismunandi efni í fylgiskjali reglugerðar nr. 796/1999).


Umhverfismörk fyrir örverumengun í yfirborðsvatni vegna útivistar:

Skjámynd 2024-03-12 093158

Kort af sýnatökustöðum

Vinnusvæði: Hreinsistöð fráveitu við Ánanaust

Tímaáætlun: 26.febrúar til 27. mars 2024.

Verkefnastjóri Veitna: Benedikt Jón Þórðarson

Samskipti vegna framkvæmdar: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?