Suðuræð yfir Elliðaár

- .

Hluti af nýrri flutningsæð undir brú yfir Elliðaár

Um verkefnið: Hluti af flutningsæð hitaveitu fyrir stóran hluta höfuðborgarsvæðisins fer yfir Elliðaár. Lögnin er hengd upp undir brúna til að takmark rask fyrir lífríkið á svæðinu.

Af öryggisástæðum eru reiðstígar í nágrenni við brúna lokaðir, enda er umferð vinnuvéla og starfsfólks á svæðinu töluverð sem getur fælt hesta.

Uppfært 28.11.2024: Lögnin er komin á sinn stað og stefnt að því að gera hana tilbúna fyrir notkun í næstu viku. Þá verður lögð lokahönd á frágang hennar og gengið frá vinnusvæðinu. Gera má ráð fyrir að á svæðinu verði einhver yfirborðsfrágangur að bíða þar til vorar.
Uppfært 19.11.2024:
Verkinu miðar áfram þó það hafi tekið aðeins lengri tíma undir brúnni en gert var ráð fyrir, enda þarf að vanda vel til verka til að raska ekki lífríki ánnar. Uppfærð tímaáætlun gerir ráð fyrir að frágangi verði lokið fyrir miðjan desember.
Uppfært 11.10.2024:
Í næstu viku verður unnið þar sem göngustígur liggur undir brúna nær Hvörfunum í Kópavogi. Þar sem ekki er hægt að setja aðra hjáleið á svæðið með góðu móti verða öryggisfulltrúar fyrir vegfarendur við stíginn undir brúna. Þau verða í samskiptum við verktakann og stöðva vinnu á svæðinu þegar vegfarendur eiga leið um. Þannig tryggjum við öryggi vegfarenda á leiðinni. Gera má ráð fyrir stuttri bið eftir að komast undir brúna til að leiðin sé hættulaus og greið. Sjá á myndinni hér að neðan hvar stígurinn liggur og öryggisfulltrúar verða staðsettir.
Öryggisfulltrúar verða á staðnum a.m.k. til mánaðarmóta.

2024-10-11 Oryggisfulltruar fyrir vegfarendur

Tímaáætlun: Ágúst til október 2024. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir lokum um miðjan desember.

Verkefnastjóri Veitna: Björn Guðmundsson hjá VSB verkfræðistofu

Samskipti varðandi framkvæmdina: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?