Suðuræð 2, Reykjavík

- .

Ný flutningsæð hitaveitu fyrir höfuðborgarsvæðið

Suduraed 1

Mynd: Suðuræð 1

Um verkefnið:
Lögð verður ný flutningsæð fyrir heita vatnið sem kemur frá jarðvarmavirkjunum í gegnum tanka á Reynisvatnsheiði. Samhliða fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu eykst þörfin fyrir heitt vatn. Suðuræð 1 mun til framtíðar ekki duga til að hægt sé að afhenda nægt heitt vatn til höfuðborgarsvæðisins og því er hafin vinna við að leggja nýja flutningsæð sem verður lögð í áföngum.

Á næstu árum mun hin nýja flutningsæð sem hefur fengið heitið Suðuræð 2 ná allt frá Reynisvatnsheiði og tvöfalda það magn sem hægt er að flytja til höfuðborgarsvæðisins frá jarðvamavirkjunum. Suðuræð 2 mun auka rekstraröryggi hitaveitunnar og í framtíðinni verður sem dæmi hægt að sinna viðhaldi á Suðuræð 1 án þess að stöðva afhendingu heita vatnsins tímabundið hjá þúsundum íbúa.

Fyrsti áfangi við hina nýju flutningsæð er unninn samhliða breikkun Breiðholtsbrautar frá undirgöngum við Jafnasel og yfir Elliðaá.

Reiðstíg undir brúnna verður lokað tímabundið á meðan vinnu stendur yfir við að þvera Elliðará en lögnin verður lögð yfir ána til að lágmarka hættu á að raska lífríki hennar.

Annar áfangi verður frá brúnni yfir Elliðaá og langleiðina að Suðurlandsvegi en framkvæmdir á þeim kafla er áætlaður árin 2025 og 2026.

Þriðji áfangi verður frá Suðurlandsvegi að tönkunum við Reynisvatnsheiði en framkvæmdir á þeim kafla eru áætlaðar árin 2027 og 2028.

Fjórði áfangi er þverun Suðurlandsvegar en sá hluti leiðarinna verður unninn samhliða vinnu við tvöföldun Suðurlandsvegar. Framkvæmdir á þeim kafla eru fyrirhugaðar árin 2027 og 2028.

Uppfært 20.6.2024: Tengingar vegna fyrsta áfanga verða gerðar þann 20.ágúst 2024. Þá þarf að loka fyrir heita vatnið við Norðlingaholt, en það þýðir að allt svæðið sem fær vatn þaðan verður heitavatnslaust. Það er allur Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes, Kópavogur (fyrir utan Lund), Breiðholt og Norðlingaholt. Heitavatnslaust verður á öllu svæðinu frá því kl. 22 mánudagskvöldið 19.ágúst og til hádegis 21.ágúst. Það tekur tíma að tæma lögnina til að hægt sé að vinna í henni og einnig þarf að fylla á hana aftur hægt og rólega til að fyrirbyggja skemmdir í kerfinu.

2024-06-06 Suduraed 2 2024

Vinnusvæði 2024: Samhliða Breiðholtsbraut frá undirgöngum við Jafnasel og undir brúna yfir Elliðaá.

Tímaáætlun áfanga 2024: Fyrsti áfangi verður tekinn í notkun haustið 2024 og mun yfirborðsfrágangi að mestu ljúka árið 2025. Lokafrágangur er þó háður vinnu við mislæg gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar.

Yfirumsjón hjá Veitum: Þórður Ásmundsson

Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?