Hollráð um fráveitu
Hollráð um fráveitu
Klósettið er ekki ruslafata
Á hverjum degi fáum við gríðarlegt magn af rusli í dælu- og hreinsistöðvar okkar. Mikil vinna og kostnaður felast í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Með því að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað verulega. Klósettið er ekki ruslafata, notum það rétt!
Blautþurrkan er martröð í pípunum
Martröð í pípunum
Blautþurrkan er þarfaþing og frábær í marga hluti. Það er ekki fyrr en í framhaldslífinu sem hún byrjar að gera óskunda. Blautþurrkur leysast nefnilega ekki auðveldlega upp og geta valdið tjóni ef þeim er hent í klósettið. Rör geta stíflast á heimilum með tilheyrandi vatnstjóni og kostnaði við viðgerðir, og hreinsibúnaður í fráveitukerfinu vinnur ekki á þessum þurrkum og fer illa í glímunni við þær.
Við bendum sérstaklega á að þó sumir framleiðendur taki fram á umbúðunum að blautþurrkurnar þeirra megi fara í klósettið þá er það ekki rétt.
Veistu hvað ætti ekki að fara í klósettið þitt?
Þetta á að sjálfsögðu við um fleiri hreinlætisvörur
Í ruslið með þetta allt – það er hundleiðinlegt að fást við afleiðingarnar ef það ratar í klósettið. Hjálpaðu okkur að breiða út boðskapinn. Pantaðu límmiðana hér og við sendum þér þá um hæl eða þú kemur við hjá okkur á Bæjarhálsi 1 og sækir.
Hér er einnig prentvæn útgáfa af límmiðum/veggspjöldum.
