Hollráð um fráveitu

Gagnleg ráð tengd fráveitu.

Fráveitan er gerð fyrir mjög afmarkaðan úrgang 

Fráveitulagnir, dælur og hreinsibúnaður eru gerðar til að flytja óhreint vatn úr klósettum og niðurföllum. Það er því ekki margt sem kemst þar í gegn án þess að valda stíflum.  

Piss, kúkur, klósettpappír, gubb og blóð má fara í klósettið, enda brotnar það auðveldlega niður í vatni, en rusl á að fara í ruslið.  

Heimlagnir í fráveitu, þ.e. lagnir frá húsi að lóðarmörkum eru ávallt í eigu húseiganda. Blautþurrkur, fita og olía ásamt rusli getur stíflað heimlagnir og kostnaður stíflulosunar er alltaf á ábyrgð húseiganda.  

Stíflur í heimlögnum geta meðal annars valdið vatnstjóni inni á heimilum. 

Sorpkvarnir 

Kvarnir í vöskum eru ekki heppilegar fyrir fráveitukerfið. Matvæli sem fara þar í gegn breyta sýrustiginu í frárennslinu og auka álag á dælu- og hreinsistöðvar fyrir utan að þær geta stíflað lagnir.  

Í matarleifum er fita sem oft safnast upp í lögnum og verða að köggli sem stíflar lagnir. Slíkir kögglar eru viðvarandi vandamál í löngum þar sem sorpkvarnir eru algengar. Það einskorðast ekki við stóru lagnirnar úti í götu, heldur stíflast heimlagnir hjá fólki líka með tilheyrandi kostnaði þar sem þær eru í eigu húseigenda.  

Hvernig getum við aðstoðað þig?