Hollráð um fráveitu

Hollráð um fráveitu

Klósettið er ekki ruslafata

Á hverjum degi fáum við gríðarlegt magn af rusli í hreinsistöðvar okkar. Mikil vinna og kostnaður felast í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Með því að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað verulega. Til viðmiðunar þá sturtum við fjórfalt meira niður af slíku en Svíar. Klósettið er ekki ruslafata, notum það rétt!

Blautþurrkan er martröð í pípunum

Martröð í pípunum

Blautþurrkan er þarfaþing og frábær í marga hluti. Það er ekki fyrr en í framhaldslífinu sem hún byrjar að gera óskunda. Blautþurrkur leysast nefnilega ekki auðveldlega upp og geta valdið tjóni ef þeim er hent í klósettið. Rör geta stíflast á heimilum með tilheyrandi vatnstjóni og kostnaði við viðgerðir, og hreinsibúnaður í fráveitukerfinu vinnur ekki á þessum þurrkum og fer illa í glímunni við þær.

Við bendum sérstaklega á að þó sumir framleiðendur taki fram á umbúðunum að blautþurrkurnar þeirra megi fara í klósettið þá er það ekki rétt.

Veistu hvað má fara í klósettið þitt?

Þetta á að sjálfsögðu við um fleiri hreinlætisvörur

Í ruslið með þetta allt – það er hundleiðinlegt að fást við afleiðingarnar ef það ratar í klósettið. Hjálpaðu okkur að breiða út boðskapinn. Pantaðu límmiðana hér og við sendum þér þá um hæl eða þú kemur við hjá okkur og sækir.

Hér er einnig prentvæn útgáfa af límmiðum/veggspjöldum.