Njótum lífsgæða sem rafmagnið færir okkur og höfum öryggið í fyrirrúmi.
Ef í vafa um raftæki, snúrur og tengi þá er ávallt öruggara að spyrja fagfólk.
Endurbætur og viðgerðir á raflögnum og rafmagnstöflum ættu eingöngu að vera unnar af löggiltum fagaðila í rafmagni.
Öll raftæki eiga að vera CE merkt, það er bæði öryggis- og orkunýtingarmál.
Besta orkunýtni rafmagnstækja samkvæmt Evrópustaðli er A+++ og nýting versnar til muna eftir því sem neðar kemur í stafrófinu. A++ notar þannig mun minni orku en t.d. B. Tæki merkt C nota að jafnaði 15-30% meiri orku en B.
Fjöltengi þola aðeins ákveðna notkun og eru merkt með tilliti til þess. Mikilvægt er að notkun þeirra fylgi því orkumagni sem verið er að nota. Til dæmis ætti aldrei að tengja orkufrek tæki á borð við þvottavél og þurrkara í framlengingarsnúrur eða fjöltengi sem eignöngu eru ætluð fyrir ljós eða lítil tæki.
Trosnaðar leiðslur á heimilstækjum og slíku geta verið hættulegar dýrum og fólki, en geta líka skapað eldhættu. Aldrei ætti að fresta viðgerð á þeim.
Þegar skipt er um perur ætti ekki að vera rafmagn á, hvort sem það er í lofti (slökkvum) eða í sambandi með snúrum (lampar og ljósaseríur).
Eldhúsið er alla jafna sá staður heimilisins þar sem mest orka er notuð. Span helluborð nýta orkuna betur en önnur og hitna hratt.
Látum frosin matvæli þiðna í kæliskápnum fremur en að nota örbylgjuofninn.
Góð loftræsting bakvið ísskápa eykur endingu þeirra og kemur í veg fyrir ofhitnun og eldhættu.
Hæfilega fullur og vel þéttur ísskápur nýtir orkuna betur.
Notum orkusparandi þvottakerfi þegar þess er kostur á þvotta- og uppþvottavélum.
Hraðsuðukatlar eru orkufrekari en t.d. kaffivélar og gott að sjóða það magn sem þörf er á. Nýtum hitabrúsa til að halda hita á drykkjum í stað raftækja. Notum potta sem passa á helluna og eldum með lok á þeim. Það nýtir orkuna mun betur.
Óhreinindi á lömpum geta dregið úr birtunni um allt að þriðjung.
Tæki sem eru á bið (e. stand-by) nota töluvert rafmagn. Til að spara orku þarf að slökkva alveg á þeim eða taka úr sambandi.
Skjáhvílur (e. screen savers) spara ekki rafmagn - slökkvum á skjánum.
Tökum hleðslutæki úr sambandi eftir notkun.
Gera má ráð fyrir að raforkunotkun þvottavéla sé um 10% af notkun heimilis og þurrkara sé um 12%.
Flestar nýrri þvottavélar eru með orkusparandi þvottakerfi, en þau kerfi nota 15-30% minni orku en hefðbundin þvottakerfi.
Þurrkarar með rakaskynjara stoppa þegar ákveðnu rakastigi er náð og nýta þannig orkuna betur.
Með álagsstýringu er tryggt að allir rafbílar fái hleðslu án þess að yfirlesta grein eða heimtaug og eru sérstaklega ákjósanlegur kostur fyrir fjölbýli. Veitur mæla einnig með hleðslustöðvum með álagsstýringu fyrir sérbýli. Nánar um hleðslu rafbíla.
Rafmagns útihitalampi er álíka orkufrekur og stærstu heimilistæki. Nauðsynlegt er að hafa sér tengil fyrir lampann, fjöltengi þola ekki svo orkufrek tæki.
Veitur mæla með orkusparandi kerfi fyrir heita potta, hvort sem þeir eru kynntir með hitaveitu eða rafmagni.
Þumalputtareglan í eldvörnum tengdum rafmagni er að nota raftæki í samræmi við getu þeirra og leiðbeiningar.
Það þýðir
Að snúran sem fer úr stóru raftæki í tengil sé upprunaleg og ef framlengingu þarf þá ætti alltaf að nota eingöngu jafnsterka snúru og kemur með tækinu. Best er að fá ráð hjá fagfólki, t.d. í sérverslun.
Framlengingasnúrur og fjöltengi eru gerð fyrir ákveðið magn orku og ætti aldrei að nota fyrir meira. Þeim er ekki ætlað að tengjast hvert í annað, heldur eingöngu beint milli tækis og tengils í húskerfi.
Lampar þola ákveðið sterkar perur og mega hafa minni styrk, en aldrei meiri.
Ljós geta ofhitnað ef breitt er yfir þau. Betra er að velja daufari peru ef ljósið er of mikið.
Ljós eru framleidd fyrir ákveðið rakastig og aðstæður í umhverfinu. Baðherbergisljós og útiljós þurfa að þola rakann og aðstæðurnar sem þau eru í.
Nota ætti hleðslutæki sem eru gerð fyrir raftækið, en ekki önnur.
Sérstaklega varhugavert
Venjulegar framlengingasnúrur og fjöltengi sem notuð eru fyrir orkufrek heimilistæki. Öryggið í húskerfunum nemur ekki að slíkar snúrur eru of grannar fyrir stór tæki og það slær ekki út. Það getur kviknað í framlengingarsnúrum sem eru ekki gerðar fyrir alla þá orku sem flutt er um þær.
Hleðsla rafhlaupahjóla og rafmagnshjóla ætti aldrei að vera eftirlitslaus og ávallt ætti að nota hleðslutækin sem eru hönnuð fyrir viðkomandi tæki. Aldrei ætti að hlaða slíkt þar sem flóttaleiðir úr húsnæði eru.
Orkufrek heimilistæki eins og t.d. þurrkara ættu eingöngu að nota þegar heimilisfólk er heima og vakandi.
Raftæki sem hitna, s.s. hitateppi, púðar, ætti ekki að sofa með.
Símar og önnur snjalltæki geta hitnað og þurfa loftkælingu. Þau geta ofhitnað undir t.d. koddanum og skapað eldhættu
Þó að ló í þurrkara og fita í eldhúsviftu geti ekki kveikt eld upp á sitt einsdæmi þá er hvort tveggja eldsmatur á stöðum þar sem getur kviknað í út frá rafmagni. Þess vegna er mikilvægt að halda tækjum hreinum.