Hollráð um rafmagn

Rafmagn getur verið hættulegt viðfangs og því mikilvægt að umgangast það rétt. Hér eru nokkrar nytsamlegar ábendingar varðandi umgengni í nálægð við rafmagn.

Image alt text

Nytsamlegar ábendingar varðandi umgengni í nálægð við rafmagn

 • Látið löggilta rafverktaka gera við raflagnir sem og endurbætur á rafmagnstöflum.
 • Fáið aðstoð fagmanna við val á ljósum utandyra sem og á rökum stöðum eins og baðherbergjum og þvottahúsum.
 • Frestið ekki viðgerð á rafbúnaði.
 • Setjið ekki sterkari perur í lampa en þeir eru gerðir fyrir.
 • Ekki deyfa birtu með því að breiða yfir lampa.
 • Mikilvægt er að langt sé frá ljósaperu í brennanlegt efni.
 • Skiljið ekki eftir hluti sem börn eða óvitar geta stungið í innstungur.
 • Gott er að nota innstungur með barnavörn.
 • Gætið þess að skilja ekki við rafmagnsleiðslur t.d. úr hraðsuðukatli í sambandi eftir notkun þar sem börn geta stungið þeim upp í sig. Skiptið strax um trosnaðar leiðslur, t.d. á hraðsuðukatli eða straujárni.
 • Takið ljósaseríur úr sambandi meðan skipt er um perur.
 • Öll raftæki eiga að vera CE merkt.
 • Skiljið raftæki eins og þvottavél og þurrkara ekki eftir í gangi meðan heimilisfólkið er að heiman eða sofandi.
 • Gætið þess að hafa ekki of mörg tæki í sömu innstungu með fjöltengjum.
 • Munið að slökkva á eldavél strax að lokinni notkun.
 • Gætið þess að skilja ekki eldfima hluti eftir á eldavélinni.
 • Hreinsið eldhúsviftur reglulega, það getur kviknað í fitunni sem þar safnast fyrir.
 • Takið hleðslutæki úr sambandi þegar þau eru ekki í notkun.
 • Sofið ekki með rafmagnshitateppi eða -púða sem kveikt er á.
 • Ekki má nota órakavarinn ljósabúnað þar sem raki er í lofti.

Hvernig getum við aðstoðað þig?