Kolefn­is­spor

Kolefnisspor Veitna er reiknað út frá fimm losunarflokkum sem sjá má í töflunni hér að neðan.

Image alt text

Kolefnisspor reksturs Veitna er reiknað út frá 5 losunarflokkum, þ.e. losun vegna bruna eldsneytis í bílaflota Veitna, samgöngur starfsfólks til og frá vinnu, losun vegna úrgangs, losun vegna flugferða í vinnu, og losun vegna framkvæmdarvinnu verktaka.

Reiknaðu út þitt kolefnisspor

Viðskiptavinir Veitna geta reiknað út kolefnisspor sitt vegna notkunar á heitu vatni og dreifingar rafmagns. Í töflunni hér að neðan eru umreiknistuðlar fyrir viðskiptavini Veitna sem vilja áætla kolefnisspor sitt vegna orkukaupa. Þetta kolefnisspor samsvarar umföngum 2 og 3 í GHG protocol.

Umreiknistuðull viðskiptavina í loftslagsbókhaldi

Fyrir hverja einingu (rúmmetra (m3)) af heitu vatni sem keyptur er losnar CO2 ígildi viðmiðunartölunnar fyrir viðkomandi ár.

Fyrir hverja einingu (kílóvattstund (kWh)) af rafmagni sem flutt er losnar CO2 ígildi viðmiðunartölunnar fyrir viðkomandi ár.

ÁrVegna kaupa á heitu vatni hjá Veitum (Umfang 2)Vegna rafmagnsdreifingar í byggð (Umfang 3)
2016244,70,4
2017185,20,3
2018207,60,3
2019216,00,3
2020213,40,3
2021216,20,3
2022231,30,3
2023205,20,3
EininggCO2-ígildi/m3gCO2-ígildi/kWh

Hvernig getum við aðstoðað þig?