Stjórn­endur

Stjórnendateymi Veitna samanstendur af sjö einstaklingum sem mynda sterkt teymi. Í hópnum eru fjórar konur og þrír karlar með ólíkan bakgrunn sem á það sameiginlegt að brenna fyrir veiturnar okkar.

Image alt text
Image alt text
Fram­kvæmda­stýra

Sólrún Kristjáns­dóttir

Lauk BA prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands 1998 og meistaraprófi í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla árið 2004. Hún hóf störf hjá Starfsmannamálum Orkuveitunnar árið 2004, hafði umsjón með starfsþróunarmálum frá árinu 2006 og starfsmannastjóri frá árinu 2012. Áður starfaði Sólrún við kennslu og sem ráðgjafi á Stuðlum, meðferðarheimili ríkisins fyrir unglinga. Sólrún gengdi áður stöðu Framkvæmdastýru Mannauðs og menningar. 

Image alt text
Vatns­veita og fráveita

Jón Trausti Kárason

Forstöðumaður, er með meistaragráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands, bakkalárgráðu í vélatæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík og sveinspróf í vélvirkjun. Hann starfaði sem verkefnastjóri fjárfestingarverkefna hjá Veitum.

Image alt text
Hita­veita

Hrefna Hall­gríms­dóttir

Forstöðumaður, er með M.Sc gráðu í vélaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður hjá Elkem Íslandi sem framkvæmdastjóri og leiðtogi.

Image alt text
Rafveita

Jóhannes Þorleiksson

Forstöðumaður, er með M.Sc. gráðu í raforkuverkfræði frá Chalmers Tekniska Högskola í Svíþjóð. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri Norconsult á Íslandi.

Image alt text
Forstöðu­kona Þjón­ustu

Brynja Ragn­ars­dóttir

Forstöðukona Þjónustu, er með M.Sc.gráðu í rekstrarverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet og B.Sc.gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður hjá Össuri sem ferlastjóri. Einnig vann hún hjá Novo Nordisk í Kaupmannahöfn þar sem hún gengdi ýmsum störfum á fjármála- og framleiðslusviði.

Image alt text
Forstöðu­maður Sjálf­bærni og viðskipta­þró­unar

Pétur Krogh Ólafsson

Pétur er með MA í bókmenntafræði og BA í sagnfræði. Pétur starfaði áður sem aðstoðarmaður borgarstjóra.

Skipurit Veitna

Image alt text

Hvernig getum við aðstoðað þig?