Veitur óska eftir samstarfi

Kíktu á opinn fund 24.maí í Félagsheimili Orkuveitunnar, Rafstöðvarvegi 20. Kaffi og sandkaka í boði!

Veitur framleiða 100 til 200 tonn af sandi á ári, sem við viljum koma í góð not.

Við viljum kynnast einstaklingum eða fyrirtækjum sem vilja nýta sér þennan góða sand og gefa honum nýtt líf eða færa til förgunar á ábyrgan hátt.

Í tilefni þessa verkefnis, er ykkur boðið á opinn fund Veitna í Félagsheimili Orkuveitunnar á Rafstöðvarvegi 20 (Rafveituheimilinu í Elliðaárdal, sjá staðsetningu hér) klukkan 9-10:30 föstudaginn 24. maí 2024.
Heitt kaffi og sandkaka frá klukkan 08:30!

Skýringarmynd hreinsiferils skólphreinsistöðva Veitna í Reykjavík, á Kjalarnesi, á Akranesi og á Borgarnesi.

Á fundinum leitumst við eftir að ræða hugmyndir frá ykkur til að móta þetta verkefni í sameiningu.
Hér eru nokkur atriði til að velta fyrir sér:

  • Hvernig getum við stillt verkefninu upp þannig að það dragi fram styrkleika ykkar?

  • Hvernig getur uppsetning verkefnisins hvatt til endurnýtingar frekar en förgunar?

  • Hvernig getum við verðlaunað ykkur ef þið sýnið metnað í umhverfismálum?

  • Hvernig skipuleggjum við tímalínu og upplýsingagjöf svo þið getið aflað ykkur tilskildra leyfa og græjað ykkur upp til að taka á móti, geyma og nýta sandinn?

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur gögnin hér fyrir neðan.

Við hlökkum til að sjá ykkur og hlusta á ykkar hugmyndir!

Ef þið eruð með spurningar eða hafið áhuga á að kíkja í heimsókn í skólphreinsistöð okkar í Klettagörðum 14, hafið endilega samband við Hlöðver Stefán Þorgeirsson, sérfræðing fráveitu, í hlodver.stefan.thorgeirsson@veitur.is.

Hvernig getum við aðstoðað þig?