Skamm­tíma­tenging rafmagns

Hægt er að fá skammtímatengingu á rafmagni fyrir tímabundna notkun t.d. fyrir sölubása, viðburði eða aðra tímabundna notkun. Þessi þjónusta er háð staðsetningu og aðstæðum í dreifikerfinu. Skammtímatenging afhendist við götuskáp eða dreifistöð í skáp sem notandi útvegar. Hámarkstími skammtímatengingar er 30 dagar.

Greitt er sérstaklega fyrir tengingu, aftengingu og notkun. Álag vegna vinnu utan dagvinnutíma er 55%. Upplýsingar um verð er að finna í verðskrá raforkudreifingar.

Ef óskað er eftir skammtímatengingu þá gildir eftirfarandi ferli:

  1. Fá löggiltan rafverktaka í verkið
  2. Sækja um "Skammtímatengingu" í heimlagnaumsókn á mínum síðum  - Hvort heldur greiðandi eða rafvirki geta sent inn umsókn - Tilgreina skal dagsetningar uppsetningar og niðurtöku
  3. Rafverktaki sendir inn Þjónustubeiðni til Veitna í gegnum Mannvirkjastofnun 
  4. Tengiliður upplýstur um afhendingartíma og áætlaðan kostnað
  5. Rafverktaki setur upp skáp með bilunarstraumsrofa, sjálfvörum og plássi fyrir raforkumæli (Veitur munu veita undanþágu frá mælingu til 5. júní 2020)
  6. Veitur tengja skammtímatenginu í samráði við rafverktaka

Afhendingartími er áætlaður 5 virkir dagar.

Hvernig getum við aðstoðað þig?