Þjónustuloforð okkar

Þegar við veitum viðskiptavinum okkar þjónustu gefum við fimm loforð. Þjónustuloforðin gefa viðskiptavininum til kynna hvernig þjónustu hann megi vænta, annars vegar varðandi svartíma og aðgengi að þjónustunni og hins vegar varðandi áreiðanleika og öryggi.

  • Viðmót: Við hlustum, veitum ráðgjöf og tökum vel á móti viðskiptavinum.
  • Svartími: Við svörum viðskiptavinum eins fljótt og kostur er og hringjum til baka samdægurs sé þess óskað. 
  • Úrlausn mála: Við leysum mál af fagmennsku og upplýsum um framgang þeirra.
  • Áreiðanleiki: Við bregðumst við eins hratt og auðið er. Við leiðbeinum og ráðleggjum
  • Öryggi: Við setjum öryggi viðskiptavina og starfsfólks í forgang. Við reynum að tryggja örugga notkun á vöru og þjónustu, erum ábyrg á vettvangi, afmörkum vinnusvæði okkar og erum sýnileg á verkstað.