Upplýs­ingar um notkun og samskipti í netspjalli

Lagalegur fyrirvari & upplýsingaöryggi

Lagalegur Fyrirvari

1. Almennar upplýsingar:  Spjallmennið er hannað til að veita almennar upplýsingar tengdar starfsemi Veitna út frá upplýsingum sem eru tiltækar á vefsíðunni okkar. Spjallmennið er gervigreindarforrit en ekki starfsmaður Veitna. Spjallmennið leitast við að veita nákvæmar og gagnlegar upplýsingar en Veitur geta ekki ábyrgst að upplýsingarnar verði alltaf réttar og áreiðanlegar. Notendur bera sjálfir ábyrgð á að staðfesta að upplýsingar séu réttar.  

2. Ábyrgð:  Veitur bera ekki ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af upplýsingum frá spjallmenni félagsins. Allar aðgerðir í netspjallinu eru á ábyrgð notanda þess.  

3. Persónuvernd og öryggi gagna:  Við leggjum áherslu á persónuvernd og öryggi upplýsinga notenda okkar. Samtölin eru vistuð hjá Veitum. Þau geta verið notuð af Veitum og vinnsluaðilum þess til að veita enn betri þjónustu við viðskiptavini. Upplýsingum sem verða til í samtölum er ekki deilt með þriðju aðilum, öðrum en vinnsluaðilum Veitna. Notendum er ekki heimilt að setja inn viðkvæmar persónuupplýsingar eða kortaupplýsingar í samtölum við spjallmennið. Um varðveislutíma fer samkvæmt lýsingu í persónuverndarskilmálum Veitna sem notendur eru hvattir til að kynna sér.  

Upplýs­ingar um notkun og samskipti í netspjalli

Samskipti í netspjalli eru vistuð bæði í viðskiptasögu og hjá þjónustuaðilanum okkar, LiveChat Inc.
Meðhöndlun og varðveisla upplýsinga fer fram samkvæmt upplýsingaöryggisstefnu Veitna, Þar sem lögð er áhersla á öryggi og að trúnaður sé tryggður á viðeigandi hátt.

Athugið að spjallmennið er byggt á gervigreind og getur veitt rangar eða villandi upplýsingar. Því hvetjum við notendur til að kynna sér lagalegan fyrirvara hér að ofan áður en þeir nýta sér þjónustuna.

Hvernig getum við aðstoðað þig?