Val á raforku­sala

Veitur dreifa rafmagninu á sínu svæði en þú hefur val hvar þú kaupir rafmagnið sjálft.

Image alt text

Veitur sjá um dreifingu á rafmagni á sínu veitusvæði. Sjálft rafmagnið þarft þú að kaupa beint af raforkusala. Það er óháð því hvar þú átt heima og hvaða veitufyrirtæki dreifir til þín rafmagni.

Þú verður að velja þér raforkusala til að Veitur megi flytja rafmagnið til þín. Raforkusala er hægt að finna á vef Orkustofnunar og Veitur mega ekki aðstoða þig með valið. Veitur hafa heldur ekki upplýsingar um hvað þú velur, en fá tilkynningu ef samning vantar.

Veitur mega ekki afhenda þér rafmagn ef samning við raforkusala vantar. Það þýðir að ef þú varst að taka við rafmagnsmæli og hefur ekki valið þér raforkusala þá hefur þú sjö daga áður en Veitur senda þér fyrstu áminningu um að velja þér raforkusala.

Þú færð nokkrar áminningar frá Veitum en 30 dögum eftir að þú tekur við rafmagnsmæli og enginn samningur hefur verið gerður, þá mega Veitur ekki afhenda þér rafmagn og þurfa að loka fyrir rafmagn hjá þér.

Það er búið að loka fyrir rafmagnið hjá mér, hvað á ég að gera?


Gerðu samning

Þú þarft að gera samning við raforkusala og sendir Veitum strax afrit af staðfestingu frá raforkusala um samning á innheimta@veitur.is.

Ef þú sendir staðfestinguna á virkum degi fyrir kl. 16:00 getum við opnað samdægurs.

Opnunarferlið

Ef þú sendir staðfestinguna á virkum degi fyrir kl. 16:00 getum við opnað samdægurs.

Á virkum dögum á milli kl. 16:00 - 20:00 er hægt að óska eftir opnun gegn gjaldi samkvæmt verðskrá. Ef staðfestingin berst eftir klukkan 20:00 eða um helgi, þarft þú að bíða til næsta virka dags.

Image alt text

Hollráð fyrir rafmagn

Plug

Spörum orkuna

Verum meðvituð um orkunýtingu heimilistækja þegar þau eru keypt

Lesa fleiri hollráð

Hvernig getum við aðstoðað þig?