Val á raforku­sala

Veitur sjá um dreifingu á rafmagni á sínu veitusvæði. Sjálft rafmagnið þarft þú að kaupa beint af raforkusala. Það er óháð því hvar þú átt heima og hvaða veitufyrirtæki dreifir til þín rafmagni.

  • Ég var að fá skilaboð um að velja mér raforkusala, en ég var að skrá mig fyrir mæli hjá Veitum er það ekki nóg?

    Nei við hjá Veitum dreifum aðeins rafmagni, þú þarft að kaupa raforkuna sjálfa af raforkusala. þú hefur þú sjö daga frá því að þú ert skráður notandi á mæli, áður en Veitur senda þér fyrstu áminningu um að velja þér raforkusala.

  • Hvar get ég nálgast upplýsingar um raforkusala á Íslandi?

    Inn á vef Orkustofnunar getur þú nálgast lista yfir allla raforkusala á Íslandi.

  • Hvað hef ég langan tíma til að velja mér raforkusala?

    Þú hefur 7 daga frá því að þú ert skráður notandi á mæli, en þá senda Veitur þér áminningu um að velja þér raforkusala. Ef að enginn samningur hefur verið gerður 30 dögum eftir að þú tekur við rafmagnsmælir, þurfa Veitur að loka fyrir rafmagnið hjá þér.

  • Af hverju þarf ég að velja mér raforkusala?

    Þú verður að velja þér raforkusala til að Veitur megi flytja rafmagnið til þín. Raforkusala er hægt að finna á vef Orkustofnunar og Veitur mega ekki aðstoða þig með valið.

  • Getið þið sagt mér hver er raforkusalinn minn?

    Veitur hafa ekki upplýsingar um hvaða raforkusala þú ert með, en fá tilkynningu ef samning vantar. Við bendum fólki á að fara yfir yfirlitið yfir mánaðarlega reikninga hjá sér, en þar er oftast að finna nafn raforkusalans.

  • Söluaðili rafmagns hefur sagt upp samningi við mig, hvað þarf ég að gera?

    Þú þarft annað hvort að endurnýja samning við söluaðilann, eða gera nýjan samning við söluaðila. Veitum er óheimilt að afhenda raforku til viðskiptavina sem ekki eru með samning við raforkusala.

  • Ég var að fá póst um mögulega lokun, af því að söluaðili rafmagns sagði upp samningi við mig. Af hverju þurfið þið að loka?

    Veitur hafa fengið tilkynningu um að söluaðili rafmagns hafi sagt upp samningi við þig. Það þýðir að þú þarft annað hvort að endurnýja þann samning eða gera nýjan samning viðraforkusala á allra næstu dögum.

    Veitum er óheimilt að afhenda raforku til viðskiptavina sem ekki eru með samning við raforkusala.

  • Raforkusali hefur sagt upp samning við mig, hvað hef ég langan tíma til að endurnýja samning eða gera nýjan?

    8 dögum eftir uppsögn á samning sendum við út tilkynningu um að söluaðili hafi rift samning og að þú verðir að endurnýja samninginn eða gera nýjan við annan raforkusala.

    28 dögum eftir þá áminningu, ef viðskiptavinur er ekki kominn með samning, kemur til lokunar ef ekki er farið í málið strax.

  • Það er búið að loka fyrir rafmagnið, hvað á ég að gera?

    Gerðu samning

    Þú þarft að gera samning við raforkusala og sendir Veitum strax afrit af staðfestingu frá raforkusala um samning á innheimta@veitur.is.

    Ef þú sendir staðfestinguna á virkum degi fyrir kl. 16:00 getum við opnað samdægurs.

    Opnunarferlið

    Ef þú sendir staðfestinguna á virkum degi fyrir kl. 16:00 getum við opnað samdægurs.

    Á virkum dögum á milli kl. 16:00 - 20:00 er hægt að óska eftir opnun gegn gjaldi samkvæmt verðskrá. Ef staðfestingin berst eftir klukkan 20:00 eða um helgi, þarft þú að bíða til næsta virka dags.

  • Getið þið opnað fyrir rafmagnið strax og ég hef gert samning?

    Ef þú sendir staðfestinguna á virkum degi fyrir kl. 16:00 getum við opnað samdægurs.

  • Hvaða kostnaður fylgir því að rafmagnið sé tekið af?

    Þegar að rafmagnið hefur verið tekið af getur verið kostnaðarsamt að fá það aftur á en, opnunargjald er tekið fyrir opnun sem er framkvæmd eftir klukkan 16:00 eða utan dagvinnutíma. Það gjald er 29.729 kr með 24% vsk.

  • Snjallmælir - Það sem þú þarft að gera þegar búið er að opna fyrir rafmagnið.

    Snjallmælir mynd - opna fyrir rafmagn

Hvernig getum við aðstoðað þig?