Yfir­taka heimlagna

Heimlagnir vegna vatns- og fráveitu eru ýmist í einkaeigu eða í eigu Veitna. Ef viðkomandi heimlagnir eru í einkaeigu geta eigendur þeirra sótt um að Veitur taki þær yfir.

Image alt text
Af hverju ættu viðskiptavinir að láta Veitur taka yfir heimlögn?

Eftirlit og viðhald færist frá húseigendum til Veitna.
Með yfirtöku þá taka Veitur yfir lögnina frá síðustu lóðarmörkum og út í götu sem er stutt vegalengd enn dýr. Húseigandi þarf því ekki að endurnýja þá lögn sem er oft á miklu dýpi stéttar og malbiks.

Ath. helsti munur á kaldavatns og fráveitu umsóknum fyrir húseigendur er að:

  • Veitur yfirtaka fráveitulögn einungis frá götu að fyrstu lóðarmörkum
  • Veitur yfirtaka kaldavatnslögn frá götu og inn í hús

Yfirtaka er húseiganda að kostnaðarlausu.
Þú getur sótt um yfirtöku á heimlögnum inn á Mínum síðum Veitna. Athugið að viðkomandi aðili sem skráður er sem greiðandi Vatns- og fráveitugjalda þarf að óska eftir yfirtöku, í gegnum sitt svæði á Mínum síðum Veitna. Óskað er um yfirtöku á heimlögnum undir, Vatn- og fráveita.

Hvernig getum við aðstoðað þig?