Heimlagnir vegna vatns- og fráveitu eru ýmist í einkaeigu eða í eigu Veitna.
Af hverju ættu viðskiptavinir að láta Veitur að taka yfir heimlögn?
Kostnaður við endurnýjun á heimlögnum getur orðið töluverður og Veitur eiga almennt allar heimlagnir í köldu og heitu vatni ásamt rafmagni þar sem Veitur eru með viðkomandi þjónustu.
Fráveitulagnir innan lóðar eru þó ávallt í eigu húseiganda og á ábyrgð þeirra. Það kemur þó fyrir að þessar lagnir nái út í götu alveg að þeim stað þar sem þær tengjast safnlögnum. Viðgerð undir götu getur orðið kostnaðarsöm fyrir húseigendur og þá er mælt með að óska eftir yfirtöku á þeim hluta.
Heimlagnir í köldu vatni eru þó við einstaka eldri hús í eigu húseiganda og þá mæla Veitur eindregið með því að eigendur óski eftir yfirtöku þeirra.
Yfirfærsla á ábyrgð:
Þegar Veitur taka yfir lagninar, sjá þeir um eftirlit og viðhald á lögnunum, sem er annars á ábyrgð húseiganda.
Ávinningur fyrir húseigendur:
Veitur taka yfir fráveitulögn frá götu að fyrstu lóðarmörkum og kaldavatnslögnina frá götu og inn í hús.
Hvernig á að sækja um:
Þú getur sótt um yfirtöku á heimlögnum á Mínum síðum Veitna Sá sem er skráður sem greiðandi vatns- og fráveitugjalda þarf að óska eftir yfirtöku. Umsóknin skal gerð undir kaflanum „Vatn og fráveita“.