Aukaskilmálar inntaksskáps utanhúss
Þar sem ekki er dagleg viðvera, svo sem í frístundahúsum, hesthúsum og þess háttar skal húseigandi setja upp viðurkenndan, vatnsheldan og einangraðan skáp utanhúss fyrir inntaksbúnað.
Tengiskápurinn er í eigu húseiganda en verður að rúma vel allan búnað Veitna. Hurðin verður að vera vel opnanleg (að minnsta kosti 120°) svo auðvelt sé að komast að inntaksbúnaði og þjónusta með góðu móti.

Lágmarkskröfur fyrir tengiskáp:
- Stærðir: Hæð 70 cm, breidd 60 cm og dýpt 25 cm
- Vatns- og regnheldur
- Einangrun samsvarandi 2,5 cm steinull
- Neðri hluti tengiskáps skal ekki vera hærra yfir gólfi en 20 cm
Ofangreind stærð rúmar búnað Veitna, bæði fyrir inntak hita og vatnsveitu. Ef húseigandi setur stýribúnað sinn í tengiskápinn þarf hann að vera stærri sem því nemur.
Starfsmenn Veitna verða að hafa greiðan aðgang að tengiskáp til eftirlits og viðhalds og hafa lykil ef læst hlið er á heimreiðinni.
Athygli er vakin á því að ekki verður hleypt á húsið ef skurður eða hola er við tengiskápinn.
Ef tengiskápur er ekki jarðfastur þarf að ganga þannig frá pípum frá jörðu og upp í skápinn, að ekki sé hætta á frostskemmdum.
Húseigandi annast lagnir frá tengiskáp inn í hús og sér um tengingu og frágang bakrennslis hitakerfis á fullnægjandi hátt á frostfríu dýpi.
Bakrennsli frá varnarbúnaði hitaveitu verður að tengjast beint og hindrunarlaust við fráveitukerfi.
Í frístundahúsum er gert ráð fyrir að vatn sé afhent um hemil sem takmarkar rennsli í stað rennslismælis.
Í frístundahúsum þarf að huga vel að öryggi heitra neysluvatnslagna og að þær séu lokaðar og tæmdar þegar ekki er stöðug viðvera í húsum. Veitur mæla með að settur verði upp rofastýrður segulloki á neysluvatnsgrein frístundahúsa, sem húseigandi lokar á meðan engin viðvera er í húsinu.