Skil­málar heimlagna

Tengigjöld skulu greidd fyrir hverja tengingu húsveitu við dreifikerfi Veitna í samræmi við gildandi verðskrá.

Image alt text

Heimæðar

Heimæðar fyrir húsnæði allt að 3.000 m3 eru almennt einangraðar PEX-pípur í ídráttarröri nema í Þorlákshöfn. Heimæðar fyrir stærri hús eru einangraðar stálpípur.

Hönnuður ákvarðar stærð heimæðar m.t.t. vatnsþarfar og í samráði við Veitur. Fyrir upphitun húsnæðis er rúmmál þess lagt til grundvallar. Önnur notkun en til húshitunar skal skilgreind af hönnuði sem meðalrennsli og hámarksrennsli. Veitum er heimilt að gera athugasemd við val hönnuðar á stærð heimæðar og krefjast frekari hönnunargagna ef um er að ræða frávik frá reynslutölum. Heimæð er lögn frá dreifilögn í götu að og með inntaksloka innan við húsvegg.

Almennt er lögð ein heimæð í hverja byggingu. Hverri heimæð fylgir ein tengigrind en greitt er sérstaklega fyrir fleiri grindur samkvæmt verðskrá og skilmálum Veitna.

Image alt text
Image alt text

Inntaksrými

Inntaksrými á að vera við útvegg á þeirri húshlið sem heimæð kemur að. Inntaksrýmið þarf að vera nægilega stórt til að rúma allan inntaks- og stjórnbúnað og í samræmi við ákvæði byggingareglugerðar, til dæmis að hafa niðurfall í gólfi, þröskuld fyrir dyrum, vera loftræst og vel lýst. Heimilt er að staðsetja inntaksrými húsa minni en 3000 m3 allt að 6 m fyrir innan útvegg, ef lagðar hafa verið ídráttarrör fyrir heitavatnsheimæð úr sveigjanlegu efni eins og lýst er í “Hönnun og frágangur heimlagna”. Ekki er heimilt að staðsetja inntak eða mælagrindur á öðrum stað en í inntaksrými. Ef mælagrindur eru fleiri en ein skal inntaksrými vera sameiginlegt öllum notendum en ekki í sérrými eins notanda.

Sérstök ákvæði gilda um inntaksrými þar sem ekki er föst viðvera, sjá kafla um inntaksskáp utanhúss.

Image alt text

Hollráð fyrir heitt vatn

Hot pipe

Fáum fagfólk í verkið

Látum fagfólk stilla hitakerfið svo við sóum ekki varma

Lesa fleiri hollráð

Tengigrind

Tengigrind er tengibúnaður á milli heimæðar Veitna og húsveitu húseiganda. Veitur leggja til tengigrindina, annað er á ábyrgð húseiganda.

Nauðsynlegt veggpláss fyrir hitaveitugrindur allt að 40 mm (1 1/2“) að sverleika þarf að vera 90 cm á hæð og 120 cm breitt. Gera þarf ráð fyrir viðbótarplássi ef óskað er eftir auka tengigrind.

Hönnuður í samráði við Veitur ákvarðar þörf á veggplássi fyrir stærri tengigrindur.

Image alt text
Image alt text
Image alt text

Í öllum húsveitum þarf kerfi húseiganda að sjá til þess að nægilegur bakþrýstingur sé til staðar, t.d. með slaufuloka á bakrás. Þá þurfa að vera einstreymislokar, bæði á hitunar– og neysluvatnsgreinum. Einnig þarf að vera einstreymisloki á bakrás þar sem dreifikerfið er tvöfalt.

Skylt er að setja öryggisloka af réttri stærð í allar húsveitur. Öryggislokar skulu staðsettir innan við (húsveitumegin) þrýstijafnara eða stillikrana á framrás og á bakrás þar sem dreifikerfi er tvöfalt. Lagt skal frá öryggislokum, t.d. niður að gólfi inntaksrýmis.

Heitavatnsmælar eru settir upp og innsiglaðir af starfsmanni Veitna.

Notendur geta óskað eftir því að fá mæli sem tengjanlegur er hússtjórnarkerfi. Notandi ber allan kostnað af slíkri tengingu sem og kostnað við mælaskipti, sé þörf á þeim.

Þar sem Veitur reka lokað hringrásarkerfi frá varmaskiptastöð er notanda ekki heimilt að taka vatn úr kerfinu. Notandi verður því að setja upp varmaskipti fyrir allt hitaveituvatn frá varmastöð, þ.m.t. heita potta og snjóbræðslu.
Sjá aukaskilmála lokaðs hringrásarkerfi. Hveragerði og Stykkishólmi.

Þar sem ekki er dagleg viðvera, svo sem í frístundahúsum, hesthúsum og þess háttar skal húseigandi setja upp viðurkenndan, vatnsheldan og einangraðan skáp utanhúss fyrir inntaksbúnað. 
Sjá aukaskilmála inntaksskáps utanhúss.

Hitastig og þrýstingur

Aðstæður í veitukerfi hitaveitunnar eru mjög mismunandi bæði varðandi þrýsting og hitastig. Þéttleiki og hæðarlega byggðar er mismunandi og þar af leiðandi er þrýstingur og hiti misjafn frá einum stað til annars.

Rekstrarskilyrðin miðast við eðlilegar aðstæður.

Innihald hitaveituvatns

Hitaveituvatnið er án súrefnis og inniheldur brennisteinsvetni. Vatnið er ekki flokkað sem neysluvatn samkvæmt heilbrigðisreglugerð en er talið hættulaust. Þó er ekki hægt að útiloka að einstaklingar geti haft óþol gagnvart vatninu.

Hitaveitan hentar ekki öllu lagnaefni.

Hönnun húsveitna

Í samræmi við byggingareglugerð skal hanna neysluvatnskerfi þannig að ekki verði hætta á húðbruna notanda. Krafa er gerð um notkun varmaskipta á neysluvatnskerfi með tilheyrandi stjórnbúnaði, sbr. ÍST67:2003. Hönnuður og pípulagningameistarar skulu miða hönnun sína og efnisval við staðbundin rekstrarskilyrði hitaveitu á hverju stað.

Stjórntæki og lagnir skulu þannig hönnuð og fyrir komið að ekki verði af þeim óþægindi sökum hávaða og/eða óþarfa þrýstihöggs í dreifikerfi hitaveitunnar. Veitur geta krafist breytinga á húsveitum á kostnað húseiganda ef:

  • af þeim getur stafað bein slysahætta
  • tækjabúnaður eða virkni húsveitunnar hefur óæskileg áhrif á veitukerfi eða nærliggjandi húsveitur 

Sinni viðskiptavinur ekki kröfum Veitna um úrbætur innan hæfilegs tíma er heimilt að stöðva orkuafhendingu án frekari fyrirvara.

Hitastig - efri og neðri mörk

Framrásarhiti frá dælustöðvum er að jafnaði nálægt 80°C.

Í þéttbýli við vetrarálag er stefnt að 65°C hita sem lágmark við tengigrind. Vegna sérstakra rekstrarskilyrða á sumum þéttbýlissvæðum er ekki unnt að tryggja hærra hitastig en 55°C hita sem lágmark við tengigrind.

Í dreifbýli og á sumarhúsasvæðum er stefnt að 50°C hita sem lágmark við tengigrind.

Erfitt er að setja neðri mörk á hita til viðskiptavina sökum þátta eins og fjarlægðar frá dælustöð og álags á hitaveituna. Gera má ráð fyrir lægri framrásarhita við lítið álag (t.d. við sumarálag) þar sem kólnun verður þá meiri en ella. Þá mega notendur sem eru á enda götulagna í dreifikerfi eða þeir sem tengjast um óvenju langar heimæðar reikna með meiri kólnun þegar notkun minnkar.

Þrýstingur - efri og neðri mörk

Í einföldu og tvöfalt veitukerfi er eðlilegur framrásarþrýstingur við inntak, minnst 2 bar og mest 8 bar m.v. eðlilegt rennsli.

Í tvöföldu veitukerfi, er eðlilegur mismunaþrýstingur við inntak, minnst 1 bar m.v. eðlilegt rennsli og bakrásarþrýstingur við inntak, minnst 1 bar og mest 5 bör m.v. eðlilegt rennsli.

Þar sem notkun er stýrt með hemlum eiga ofangreind þrýstimörk ekki við.

Gera má ráð fyrir breytilegum þrýstingi við inntak eftir álagi á hitaveituna.

Ábending um tengingu við hitakerfi

Veitur leggja til til að öll ný og endurnýjuð húskerfi verði ekki tengd beint við dreifikerfi hitaveitu. Það á t.d. við um neysluvatnskerfi, sbr. kröfu í byggingareglugerð og ofnakerfi. Notast verði við varmaskipta með tilheyrandi stjórnbúnaði. Um er að ræða verulegt öryggisatriði gagnvart lekum og hitastigi á neysluvatni ásamt því að ná betri stýringu á húskerfum.

Tæknilegir tengiskilmálar Samorku

Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, hafa gefið út sameiginlega skilmála fyrir tengingar neysluveitna:

Tæknilegir tengiskilmálar hitaveitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?