Heita­vatns­laust við Hamra­hverfi, Folda­hverfi og Húsa­hverfi

.

English below

Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust við Hamrahverfi, Foldahverfi og Húsahverfi - . Sjá nánar á korti.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Nokkrar algengar spurningar og svör varðandi lokunina  

Þarf endilega að taka allt vatnið af?  
Við skiljum vel að það komi sér illa fyrir íbúa og fyrirtæki að vera án heits vatns en því miður verður svo að vera þegar um viðamikla viðgerð er að ræða.

Hvað ef mér finnst vera lágur þrýstingur á vatninu eftir framkvæmdina?  
Það getur tekið einhvern tíma að ná fullum þrýstingi aftur.  

Hvað ef heita vatnið er ekki komið á kl. 20:00 ? 
Við biðjum ykkur um að sýna því skilning og þolinmæði. Við uppfærum hér á síðunni eftir því sem fram vindur.      

Þarf að slökkva á innanhúskerfum og snjóbræðslu?  
Þar sem slík kerfi eru mörg og misjöfn getum við ekki svarað þessu almennt. Best er að hafa samband við pípara eða söluaðila kerfisins til að fá leiðbeiningar.   Félag pípulagningameistara hefur einnig tekið saman leiðbeiningar til húseigenda.

 Þarf að loka fyrir inntakið og bakrásina?
Húskerfi eru misjöfn og ef það eru innanhúskerfi til staðar er gott að skoða leiðbeiningar frá Félagi Pípulagningameistara. Ef það liggur vafi á hvað skal gera er best að heyra í pípara og fá ráðleggingar.

Er bakrás í öllum húsum?
Bakrás er aðeins til staðar ef um tvöfalt kerfi er að ræða. Húsahverfi og hluti af Foldahverfi eru með tvöfalt kerfi.

Þar sem bláar lagnir koma fram á kortinu hér að neðan er bakrás.

grafarvogur - tvöfalt kerfi

Hvernig er best að halda hita á húsinu á meðan það er heitavatnslaust?
Gott er að hafa alla glugga lokaða til að halda varmanum innandyra. Húsnæði ætti ekki að kólna mikið á þessum tíma árs og teppi hlýja fólki þennan tíma sem heitavatnsleysið stendur. Óhætt er að nota einn lítinn rafmagnsofn á íbúð ef nauðsyn krefur, en gott er að muna að heitavatnsleysið stendur yfir 12 tíma svo það hlýnar fljótt innandyra þegar vatnið kemur aftur á.

Við viljum einnig benda fólki á spurt og svarað um bilanir á síðunni okkar.

------

Due to maintenance, there will be no hot water in the Hamrahverfi, Foldahverfi, and Húsahverfi areas on 16. October 08:00 - 20:00 . See more details on the map.

Residents are advised to turn off all hot water taps to reduce the risk of accidents or damage when the water supply is restored. Homeowners are also reminded to check their indoor systems.

We apologize for any inconvenience this may cause.

Frequently Asked Questions and Answers regarding the closure:  

Do you need to turn off all the water?  
We understand that being without hot water is inconvenient for residents and businesses, but unfortunately, it is necessary for such a major project.     

What if I experience low water pressure after the work is done?  
It may take some time to restore full pressure.     

What if hot water isn't restored by 20:00?  
We ask for your understanding and patience. We will update this page as progress is made.  

Do I need to turn off indoor systems and snow melting?  
Since these systems vary widely, we cannot provide a general answer. It's best to contact plumbers or the system's vendors for guidance.   The Association of Master Plumbers have published guidance for homeowners (In Icelandic).

 Do I need to shut off the main water supply and the return line?
House systems vary, and if there are internal systems in place, it's good to consult the instructions provided by the Master Plumbers Association (in Icelandic). If you're unsure about what to do, it's best to contact a plumber for advice.

Is there a return pipe in every house?
A return pipe is only present if the heating system is a dual system. The Húsahverfi area and part of the Foldahverfi area have dual systems.

Where blue pipelines appear on the map below, a return pipe is present.

grafarvogur - tvöfalt kerfi

How can I keep the house warm while the hot water is off?
It's best to keep all windows closed to retain heat inside. The building shouldn't cool down much at this time of year, and blankets can keep people warm during the hot water outage. It's safe to use a small electric heater in the apartment if necessary, but remember that the hot water outage will only last for 12 hours, so the indoor temperature will warm up quickly once the water is back on.

Hvernig getum við aðstoðað þig?