Viðhald í dælu­stöð fráveitu við Faxa­skjól

- .

Neyðarlúga gæti opnað í mikilli úrkomu

Viðhald verður í dælustöð fráveitu við Faxaskjól og yfirfallsdælur eru ekki virkar á meðan unnið er. Ef mikil úrkoma verður á stuttum tíma gæti komið til þess að neyðarlúgur opni og óhreinsað skólp fari tímabundið í sjóinn.
Veitur fylgjast vel með veðurspá og raunstöðu á neyðarlúgunni og uppfæra hér á síðunni ef hún opnast.

Neyðarlúgur fráveitu eru til þess gerðar að skólp flæði ekki inn í híbýli fólks ef dælustöðvar bila eða stöðvast.

Spurt og svarað um fráveitu

Hvernig getum við aðstoðað þig?