Fráveitan

Í gegnum fráveitukerfið á höfuðborgarsvæðinu fer allt það sem sturtað er niður í klósett, vatn frá sturtum, baði, vöskum, þvottavélum og öðrum heimilistækjum sem nota heitt eða kalt vatn..

Hvað er í skólpinu?

Í gegnum fráveitukerfið á höfuðborgarsvæðinu fer allt það sem sturtað er niður í klósett, vatn frá sturtum, baði, vöskum, þvottavélum og öðrum heimilistækjum sem nota heitt eða kalt vatn. Hitaveituvatn frá hitun híbýla er stór hluti skólpsins sem er frábrugðið skólpi víðast hvar erlendis. Í eldri hverfum borgarinnar tekur fráveitukerfið einnig við regnvatni og öðru vatni af yfirborði en á 7. áratugnum var farið að leggja tvöfalt kerfi og í þeim fer yfirborðsvatn aðrar leiðir til sjávar en skólpið.

Dælustöðvar, sem staðsettar eru víða við ströndina, sjá svo um að skila skólpinu í hreinsistöðvarnar við Ánanaust og Klettagarða þaðan sem því er dælt grófhreinsuðu um 4 kílómetra út á Faxaflóa.

Hvernig virka dælustöðvar?

  1. Skólpdælustöðvar dæla öllu skólpi  til hreinsistöðva við Ánanaust og Klettagarða við venjulegar aðstæður.
  2. Yfirfallsdælur bætast við í mikilli úrkomu og þá fer útþynnt skólp á haf út.
  3. Stöðvist þessi búnaður opnar neyðarloka sem hleypir öllu skólpinu í sjóinn, rétt út fyrir fjöruborðið.
  4. Neyðarlokurnar eru til þess gerðar að skólp flæði ekki inn í híbýli fólks ef dælustöðvar bila/stöðvast. Fráveitukerfið er hannað með það í huga að skólp flæði frekar útí sjó heldur en inn til fólks.

Við eðlilegar aðstæður ráða stöðvarnar við að dæla öllu því skólpmagni sem í þær kemur. Í mikilli úrkomu eða hláku kemur fyrir að stöðvarnar ráði ekki við það magn sem kemur. Þá fara yfirfallsdælur í gang og er umfram magni af útþynntu skólpi dælt rúma 200 metra á haf út.

Er öllu skólpi innan þéttbýlis í Reykjavík safnað til miðlægrar skólphreinsunar?

Mat starfsfólks fráveitu Veitna er að það magn skólps innan þéttbýlis í Reykjavík sem ekki er safnað til miðlægrar skólphreinsunar sé a.m.k. <1%.

Hversu mikil mengun fylgir óhreinsuðu skólpi sem dælt er í sjó?

Margir þættir hafa áhrif á mengunina sem fylgir skólpi sem fer í sjó. Þar skiptir auðvitað magnið máli, hversu lengi það rennur í sjó, hversu blandað skólpið er hitaveitu- og yfirborðsvatni, veður og straumar í sjónum.

Hvað má gera ráð fyrir að mengun standi lengi yfir?

Saurgerlar fjölga sér illa eða ekki í vatni. Sólarljós brýtur niður saurgerla þannig að við væntum þess að saurgerlamengunin minnki hratt verði hennar vart. Veður hefur líka áhrif á hversu lengi mengunin varir.

Líftími saurkólígerla er áætlaður í klukkustundum. Miðað er við þann tíma sem gert er ráð fyrir að 90% af gerlunum sé dauður (T90).

Hver lætur vita þegar óhreinsað skólp fer í sjó?

Við sendum tilkynningar til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar skólp fer í sjó frá dælustöðvum okkar. Hægt er að fylgjast með stöðu neyðarlúga í fráveitusjánni og við setjum líka tilkynningar á vefinn.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sér um vöktun á mengun á strandsjó. Niðurstöður mælinga þeirra er að finna hér.

Gefi mælingar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur tilefni til að ætla að hætta sé á ferðum vegna mengunar sendir það frá sér viðvaranir.

Life span of E. coli per season

MonthLife span of E. coli T90
January9 hours
February8 hours
March5 hours
April4 hours
May3 hours
June1 hours
July2 hours
August3 hours
September5 hours
October8 hours
November9 hours
December10 hours

Source: Vatnaskil consulting engineering company 1991, 1992, 1994, 1996, 1999