Breyta í þriggja fasa rafmagn

Í flestum tilvikum er hægt að breyta heimtaug úr einfasa yfir í þriggja fasa. Gjald fyrir þessa breytingu er að finna í verðskrá.

Image alt text

Ef óskað er eftir að breyta úr einum fasa í þrjá þá gildir eftirfarandi ferli:

  • Fá löggiltan rafverktaka í verkið
  • Rafverktaki sendir inn Þjónustubeiðni til Veitna í gegnum Mannvirkjastofnun
  • Tengiliður upplýstur um afhendingartíma og kostnað sé hann einhver
  • Veitur taka rafmagn af í samráði við rafvirkja
  • Rafverktaki tekur niður einfasa mæli og breytir rafmagnstöflu
  • Veitur breyta í þriggja fasa rafmagn og setja upp nýjan mæli

Afhendingartími mjög einfaldra breytinga er áætlaður 5 virkir dagar með fyrirvara um að strengur sé hæfur fyrir þrjá fasa og hvorki þurfi að gera breytingar né stækka götuskáp.

Sjá verðskrá heimlagna

Hollráð fyrir rafmagn

Plug

Spörum orkuna

Verum meðvituð um orkunýtingu heimilistækja þegar þau eru keypt

Lesa fleiri hollráð

Hvernig getum við aðstoðað þig?