Breyta í þriggja fasa rafmagn

Í flestum tilvikum er hægt að breyta heimtaug úr einfasa yfir í þriggja fasa. Gjald fyrir þessa breytingu er að finna í verðskrá heimlagna.


Ferli fyrir breytingu úr einum fasa í þrjá

  1. Ráða löggiltan rafverktaka: Hafið samband við löggiltan rafverktaka til að framkvæma verkið.

  2. Þjónustubeiðni: Rafverktakinn sendir inn þjónustubeiðni til Veitna í gegnum Mannvirkjastofnun (HMS).

  3. Upplýsingar um afhendingu og kostnað: Tengiliðurinn er upplýstur um afhendingartíma og kostnað, ef einhver er.

  4. Aftenging rafmagns: Veitur taka rafmagnið af í samráði við rafvirkjann.

  5. Breyting á rafmagnstöflu: Rafverktakinn fjarlægir einfasa mælinn og breytir rafmagnstöflunni.

  6. Uppsetning á þriggja fasa rafmagni: Veitur breyta rafmagninu í þriggja fasa og setja upp nýjan mæli.

Afhendingartími: Afhendingartími fyrir mjög einfaldar breytingar er áætlaður 5 virkir dagar, að því gefnu að strengurinn sé hæfur fyrir þrjá fasa og að ekki þurfi að gera breytingar né stækka götuskápinn.

Sjá verðskrá heimlagna heimlagna fyrir frekari upplýsingar um kostnað.

Hvernig getum við aðstoðað þig?