Tengja fékk viður­kenn­ingu forseta Íslands

Nýsköpunarverkefni í nýtingu á bakvatni hitaveitu í almannaþágu

Samstarfsverkefni Veitna og nemenda í hönnun í Listaháskólanum fékk sérstaka viðurkenningu forseta Íslands í vikunni.

Verkefnið Tengja var unnið sumarið 2025 og snerist um betri nýtingu afgangsvarma í bakrás hitaveitukerfis höfuðborgarsvæðisins.

Veitur óska þeim Janek Beau, Max Greiner, Kötlu Taylor og Tuma Valdimarsyni innilega til hamingju með viðurkenninguna, en þau unnu verkefnið Tengja í sumarstarfi hjá Veitum. Nemendurnir hönnuðu bekki fyrir opin almenningssvæði sem nýta bakrásarhitann til að skapa aðstöðu fyrir samveru almennings a opnum svæðum. Bekkirnir eru hlýir og varpa ljósi á veitukerfin sem annars eru hulin neðanjarðar.

Bekkirnir eru staðsettir við kyndistöðia á Bæjarhálsi þar sem nú eru hleðslustöðvar og fólk getur því notið hlýrra bekkja úti við á meðan bílar eru hlaðnir.

Tengja er verkefni sem endurspeglar vel kjarnann í stefnu Veitna um nýsköpun, frumkvæði og öflugt samstarf.

Tengdar fréttir: Nýsköpun, list og nýting varma og Ný kynslóð rannsakenda á vef forseta Íslands

Hluti nemendanna sitja á bekkjunum sem þau hönnuðu
Tengja er verkefni sem endurspeglar vel kjarnann í stefnu Veitna um nýsköpun, frumkvæði og öflugt samstarf.