Only available in Icelandic

Endurspeglum mannlífið á Tryggvagötu

10. July 2020 - 16:03

Framkvæmdir á vegum Veitna og Reykjavíkurborgar á Tryggvagötu ganga vel. Jarðvinna er í fullum gangi og búið er að grafa allt áfangasvæðið í fyrsta áfanga upp eða fyrir framan Tollhúsið og Naustin. Fornleifafræðingar og starfsfólk hefur verið á vettvangi og fundist hefur gamall sjóvarnargarður fyrir framan Tollhúsið. Hægt verður að varðveita hann að hluta undir nýja torginu í götunni. Annar hluti garðsins var illa farinn en var mældur upp og skrásettur.   
 

Afhendingaröryggi Veitna á rafmagni staðfest

06. July 2020 - 22:35

Niðurstöður START hópsins, starfshóps um rekstrartruflanir, fyrir 2019 staðfesta mælingar Veitna um að raforkuöryggi til viðskiptavina Veitna hafi verið afar stöðugt á árinu. Um töluverða bætingu er að ræða frá fyrri árum sem þó voru fremur góð. Í skýrslu START-hópsins fyrir árið 2019 kemur fram að hjá dreifiveitum rafmagns í þéttbýli sé meðallend skerðingar yfirleitt innan við klukkustund. Hjá Veitum var þessi stuðull 7 mínútur árið 2019 sem er töluverð bæting og virkilega góður árangur en þetta þýðir að áreiðanleikastuðull rafmagns hjá Veitum er 99,99867%.

Heitt vatn lak í Varmá í Mosfellsbæ

22. June 2020 - 17:22

Leki kom að heitavatnslögn við dælustöð Veitna í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að nokkuð magn af heitu vatni fór út í Varmá. Búið er að stöðva lekann og leit að biluninni stendur yfir. Eftirlitsaðilar hafa verið upplýstir um málið.

Mynd: Gasskiljunarstöð við dælustöð hitavetu í Mosfellsbæ. 

Bilanir á Deildartunguæð

22. June 2020 - 15:45

Nú standa yfir viðgerðir á tveimur stöðum á Deildartunguæð, flutningslögn hitaveitu frá Deildartungu til Akraness og Borgarness, eftir að leki kom að henni þar sem hún liggur yfir Andakílsá og við bæinn Varmalæk í Borgarfirði. Lekinn er áætlaður 5-10 l/sek en meðalrennsli árinnar sjálfrar er að jafnaði um 3.000-22.000 l/sek. Í hádeginu var lokað fyrir rennsli vatnsins frá Deildartungu en einn tímafrekasti hluti viðgerðanna er að tæma lögnina. Fulltrúar frá Hafrannsóknarstofnun eru á verkstað við Andakíl og sinna þar eftirliti og ráðgjöf, m.a.

Um 200 störf sköpuð með auknum fjárfestingum Veitna

28. May 2020 - 11:33

Á stjórnarfundi Veitna þann 8. apríl sl. voru samþykktar aðgerðir til að bregðast við þeim afleiðingum sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á atvinnulíf landsins. Veitur ætla að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og auka fjárfestingar í mannaflsfrekum verkefnum með það að leiðarljósi að viðhalda atvinnustigi í landinu eins og kostur er. Gert er ráð fyrir að hátt í 200 störf skapist vegna þessara framkvæmda.

Fá vatn frá virkjunum í stað borholna

26. May 2020 - 13:11

Hitaveita Veitna mun á næstu dögum breyta afhendingu heits vatns í nokkrum hverfum borgarinnar og í Mosfellsbæ svo þau fái upphitað vatn frá virkjunum ON á Hellisheiði og á Nesjavöllum í stað vatns úr borholum á jarðhitasvæðum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Hverfin sem fá virkjanavatn í stað jarðhitavatns eru Reykjavík vestan Elliðaáa ásamt Árbæjarhverfum og Mosfellsbær. 

Skýrsla um landtengingu skipa við rafdreifikerfi Veitna

25. May 2020 - 11:59

Út er komin skýrsla starfshóps á vegum borgarstjóra um rafvæðingu hafna og landtengingar í höfnum Faxaflóahafna. Hlutverk starfshópsins var að finna hagkvæmar leiðir að því að efla landtengingar skipa í höfnum með uppsetningu háspennutenginga og lágmarka þannig áhrif losunar efna sem hafa áhrif á loftslag og valda hlýnun andrúmsloftsins frá hafntengdri starfsemi. Losun gróðurhúsalofttegunda innan starfssvæðis Faxaflóahafna nemur um 1% af heildarlosun á Íslandi.

Stórt skref stigið í rafvæðingu hafna í Reykjavík

15. May 2020 - 15:04

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Faxaflóahafnir, Veitur, Samskip og Eimskip undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík. Búnaðurinn mun draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og staðbundinni loftmengun frá starfsemi hafnarsvæða í Reykjavík. Um er að ræða fyrsta áfanga í því verkefni að tryggja raftengingar fyrir stærri skip í höfnum á Íslandi.