Veitur héldu sitt fyrsta Nýsköpunarfestival 3.-5. júni þar sem hópur skapandi fólks tókst á við áskoranir í orku- og veitumálum. Viðgangsefnin snerta okkur öll, samfélagið í heild sinni og komandi kynslóðir.
Unnið var eftir hugmyndafræði hönnunarspretta (e. design sprints) og voru fimm áskoranir teknar fyrir á þremur dögum hjá þverfaglegum teymum.
Markmið var að:
Leysa stórar áskoranir á stuttum tíma.
Nýta skapandi aðferðir og samvinnu til að finna nýjar lausnir.
Búa til frumgerðir sem verða þróaðar áfram og innleiddar í raunverulegum aðstæðum.
Nýsköpunarfestivalið er dæmi um hvernig skapandi aðferðir og samstarf geta leitt til raunhæfra lausna á flóknum áskorunum. Frumgerðir sprettanna munu nú fara í frekari þróun og prófanir með það að markmiði að stuðla að sjálfbærari og skilvirkari lausnum í orku- og veitukerfum.
1. Orkuvitund - Orkulæsi og valdefling
Markmið sprettsins var að finna leiðir til að hvetja viðskiptavini til að taka ábyrgð á orkunotkun sinni. Frumgerðin , „Straumur“, er stafrænn orkuþjálfi sem les gögn úr snjallmælum og veitir viðskiptavinum persónubundna ráðgjöf.
Ávinningur: Eykur skilning á eigin orkunotkun, dregur úr orkunotkun og hefur jákvæð áhrif á umhverfið. Bætir þjónustuupplifun og samskipti við viðskiptavini og álag á veitukerfi minnkar með breyttri hegðun.
2. Fitulaus fráveita – Úrgangur verður auðlind
Meginmarkmið var að koma í veg fyrir að fita berist í fráveitukerfið og finna leiðir til að umbreyta fitu í auðlind. Lausnin felur í sér markvissa hreinsun fitugildra og greiningu á álagssvæðum, byggt á verklagi og gögnum úr núverandi kerfum.
Ávinningur: Minni fita í fráveitu, lægri viðhaldskostnaður og hreinni auðlind fyrir endurnýtingu. Skapar möguleika á nýtingu fitu sem hráefnis.
3. Fráveita framtíðarinnar – Flushing to the Future
Í þessum spretti var unnið að því að þróa framtíðarsýn fyrir sjálfbært fráveitukerfi, hannað frá grunni. Frumgerðin er vegvísir fyrir framtíðarkerfi með áherslu á dreifð kerfi, endurheimt auðlinda og aðlögun að loftslagsbreytingum. Afurðirnar eru áætlun um gagnaöflun, þátttöku viðskiptavina, nýsköpun og umbun fyrir notkun regnvatnslausna.
Ávinningur: Fráveituvatn hreinsað og endurnýtt. Orka sótt í fráveituna og næringarefni endurheimt. Eykur viðnámsþol gagnvart loftslagsbreytingum. Sameinar sjónarmið hagsmunaaðila og nýsköpunar.
4. Flýtimeðferð framkvæmda-Skilvirkarki uppbygging
Áskorun sprettsins var að finna leiðir til að hraða framvkæmdum án þess að slaka á gæðum og öryggi. Lausnin felur í sér notkun dróna sem veitir betri yfirsýn yfir framkvæmdastaði og hraðar ákvarðanatöku. Miðlægt verkefnaborð með gervigreindargreiningu.
Ávinningur: Styttri viðbragðstími, betri ákvarðanataka og bætt samstarf .
5. Tenging til framtíðar – Samhæfing innviða og uppbyggingar
Spretturinn leitaðist við að samræma áætlanir sveitarfélaga og veitufyrirtækja til að skapa betri yfirsýn yfir veituinnviði og styðja við stækkun samfélagsins á skilvirkan og sjálfbæran hátt. Frumgerðin er gervigreindar-tengiliður „agent“ sem veitir samræmd svör og innsýn byggða á sameiginlegum gögnum og leiðir af sér betri ákvarðanatöku.
Ávinningur: Styttir ákvarðanatíma í skipulagi og framkvæmdum. Skapar sameiginlega yfirsýn ólíkra aðila og dregur úr kostnaði og óvissu við uppbyggingu. Eykur traust, gagnsæi og samstarf.
Veitur, ásamt Orkuveitunni og Carbfix hafa hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025 fyrir framúrskarandi árangur í að jafna kynjahlutföll í framkvæmdastjórn fyrirtækjanna.
Veitur og Hugsmiðjan hafa undirritað samstarfssamning um þróun á nýjum þjónustuvef sem mun styrkja samskipti Veitna við almenning.